Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ldn ch. 40

Landnámabók 40 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ldn ch. 40)

Anonymous íslendingasögurLandnámabók
3940

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Auður fæddi Óláf feilan son Þorsteins rauðs; hann fékk
Álfdísar hinnar barreysku, dóttur Konáls Steinmóðssonar,
Ölvissonar barnakarls. Sonur Konáls var Steinmóður, faðir
Halldóru, er átti Eilífur son Ketils hins einhenda. Þeirra
börn Þórður gellir og Þóra, móðir Þorgríms, föður Snorra
goða; hún var og móðir Barkar hins digra og Más
Hallvarðssonar. Ingjaldur og Grani voru synir Óláfs feilans.
Vigdís hét dóttir Óláfs feilans.... Helga hét hin þriðja
dóttir Óláfs; hana átti Gunnar Hlífarson, þeirra dóttir
Jófríður, er Þóroddur Tungu-Oddsson átti, en síðar Þorsteinn
Egilsson; Þórunn var önnur dóttir Gunnars, er Hersteinn
Blund-Ketilsson átti; Rauður og Höggvandill voru synir
Gunnars. Þórdís hét hin fjórða dóttir Óláfs feilans; hana
átti Þórarinn Ragabróðir; þeirra dóttir var Vigdís, er Steinn
Þorfinnsson átti að Rauðamel.



Auður var vegskona mikil. Þá er hún var ellimóð, bauð hún til
sín frændum sínum og mágum og bjó dýrliga veislu; en er þrjár
nætur hafði veislan staðið, þá valdi hún gjafir vinum sínum
og réð þeim heilræði; sagði hún, að þá skyldi standa veislan
enn þrjár nætur; hún kvað það vera skyldu erfi sitt. Þá nótt
eftir andaðist hún og var grafin í flæðarmáli, sem hún hafði
fyrir sagt, því að hún vildi eigi liggja í óvígðri moldu, er
hún var skírð. Eftir það spilltist trúa frænda hennar.



Kjallakur hét maður, son Bjarnar hins sterka, bróður
Gjaflaugar, er átti Björn hinn austræni; hann fór til Íslands
og nam land frá Dögurðará til Klofninga og bjó á
Kjallaksstöðum. Hans son var Helgi hrogn og Þorgrímur þöngull
undir Felli, Eilífur prúði, Ásbjörn vöðvi á Orrastöðum, Björn
hvalmagi í Túngarði, Þorsteinn þynning, Gissur glaði í
Skoravík, Þorbjörn skröfuður á Ketilsstöðum, Æsa í Svíney,
móðir Eyjólfs og Tin-Forna.



Ljótólfur hét maður; honum gaf Kjallakur bústað á
Ljótólfsstöðum inn frá Kaldakinn; hans synir voru Þorsteinn
og Björn og Hrafsi; hann var risaættar að móðerni. Ljótólfur
var járnsmiður. Þeir réðust út í Fellsskóga á Ljótólfsstaði.
Vífill var vin þeirra, er bjó á Vífilstóftum. Þórunn að
Þórunnartóftum var móðir Oddmars og fóstra Kjallaks, sonar
Bjarnar hvalmaga.



Álöf, dóttir Þorgríms undir Felli, tók ærsl; það kenndu menn
Hrafsa, en hann tók Oddmar hjá hvílu hennar, og sagði hann
sig valda. Þá gaf Þorgrímur honum Deildarey. Hrafsi kvaðst
mundu höggva Oddmar á Birni áður hann bætti fyrir hann. Eigi
vildi Kjallakur láta eyna. Hrafsi tók fé þeirra úr
torfnausti. Kjallakssynir fóru eftir og náðu eigi. Eftir það
stukku þeir Eilífur og Hrafsi í eyna. (Ör kom í þarminn
Eilífs ígrás, og hamaðist hann. Björn hvalmagi vó) Björn
Ljótólfsson að leik. Þeir Ljótólfur keyptu að Oddmari, að
hann kæmi Birni í færi. Kjallakur ungi rann eftir honum. Eigi
varð hann sóttur, áður þeir tóku sveininn. Kjallak vógu þeir
á Kjallakshóli. Eftir það sóttu Kjallakssynir Ljótólf og
Þorstein í jarðhús í Fellsskógum, og fann Eilífur annan
munna; gekk hann á bak þeim og vó þá báða. Hrafsi gekk inn á
Orrastöðum að boði; hann var í kvenfötum. Kjallakur sat á
palli með skjöld. Hrafsi hjó hann Ásbjörn banahögg og gekk út
um vegg. Þórður Vífilsson sagði Hrafsa, að yxni hans lægi í
keldu; hann bar skjöld hans. Hrafsi fleygði honum fyrir
kleif, er hann sá Kjallakssonu. Eigi gátu þeir (sótt) hann,
áður þeir felldu viðu að honum. Eilífur sat hjá, er þeir
(sóttu) hann.



Hjörleifur Hörðakonungur átti Æsu hina ljósu; þeirra son var
Ótryggur, faðir Óblauðs, föður Högna hins hvíta, föður Úlfs
hins skjálga. Annar son Hjörleifs var Hálfur, er réð
Hálfsrekkum; hans móðir var Hildur en mjóva, dóttir Högna (í)
Njarðey. Hálfur konungur var faðir Hjörs konungs, þess er
hefndi föður síns með Sölva Högnasyni.



Hjör herjaði á Bjarmaland; hann tók þar að herfangi Ljúfvinu
dóttur Bjarmakonungs. Hún var eftir á Rogalandi, þá er Hjör
konungur fór í hernað; þá ól hún sonu tvo; hét annar
Geirmundur, en annar Hámundur; þeir voru svartir mjög. Þá ól
og ambátt hennar son; sá hét Leifur, son Loðhattar þræls.
Leifur var hvítur; því skipti drottning sveinum við ambáttina
og eignaði sér Leif. En er konungur kom heim, var hann illa
við Leif og kvað hann vera smámannligan.



Næst er konungur fór í víking, bauð drottning heim Braga
skáldi og bað hann skynja um sveinana; þá voru þeir
þrevetrir. Hún byrgði sveinana í stofu hjá Braga, en fal sig
í pallinum. Bragi kvað þetta:



Tveir eru inni,

trúi ek báðum vel,

Hámundr ok Geirmundr,

Hjörvi bornir,

en Leifr þriði

Loðhattarson.

Fæðat þú þann, kona.

Fáir munu verri.


Hann laust sprotanum á pall þann, er drottning var í. Þá er
konungur kom heim, sagði drottning honum þetta og sýndi honum
sveinana; hann lést eigi slík heljarskinn séð hafa. Því voru
þeir svo síðan kallaðir báðir bræður.



Geirmundur heljarskinn var herkonungur; hann herjaði í
vesturvíking, en átti ríki á Rogalandi. En er hann kom aftur,
þá er hann hafði lengi í bruttu verið, þá hafði Haraldur
konungur barist í Hafursfirði við Eirík Hörðakonung og Súlka
konung af Rogalandi og Kjötva hinn auðga og fengið sigur.
Hann hafði þá lagt undir sig allt Rogaland og tekið þar marga
menn af óðulum sínum. Sá þá Geirmundur öngvan annan sinn kost
en ráðast brutt, því að hann fékk þar öngvar sæmdir.



Hann tók þá það ráð að leita Íslands. Til ferðar réðust með
honum þeir Úlfur hinn skjálgi frændi hans og Steinólfur hinn
lági, son Hrólfs hersis af Ögðum og Öndóttar, systur Ölvis
barnakarls.



Þeir Geirmundur höfðu samflot. Og stýrði sínu skipi hver
þeirra. Þeir tóku Breiðafjörð og lágu við Elliðaey; þá spurðu
þeir, að fjörðurinn var byggður hið syðra, en lítt eða ekki
hið vestra. Geirmundur hélt inn að Meðalfellsströnd og nam
land frá Fábeinsá til Klofasteina; hann lagði í
Geirmundarvog, en var hinn fyrsta vetur í Búðardal.
Steinólfur nam land inn frá Klofasteinum, en Úlfur fyrir
vestan fjörð, sem enn mun sagt verða.



Geirmundi þótti landnám sitt of lítið, er hann hafði
rausnarbú og fjölmennt, svo að hann hafði átta tigu
frelsingja; hann bjó á Geirmundarstöðum undir Skarði.



Maður hét Þrándur mjóbeinn; hann fór til Íslands með
Geirmundi heljarskinni; hann var ættaður af Ögðum. Þrándur
nam eyjar fyrir vestan Bjarneyjaflóa og bjó í Flatey; hann
átti dóttur Gils skeiðarnefs; þeirra son var Hergils
hnapprass, er bjó í Hergilsey. Dóttir Hergils var Þorkatla,
er átti Már á Reykjahólum. Hergils átti Þórörnu, dóttur
Ketils ilbreiðs; Ingjaldur var son þeirra, er bjó í Hergilsey
og veitti Gisla Súrssyni. Fyrir það gerði Börkur hinn digri
af honum eyjarnar, en hann keypti Hlíð í Þorskafirði. Son
hans var Þórarinn, er átti Þorgerði, dóttur Glúms
(Geirasonar); þeirra son var (Helgu-)Steinar. Þórarinn var
með Kjartani í Svínadal, þá er hann féll.



Þá bjó Þrándur mjóbeinn í Flatey, er Oddur skrauti og Þórir
son hans komu út. Þeir námu land í Þorskafirði; bjó Oddur í
Skógum, en Þórir fór utan og var í hernaði; hann fékk gull
mikið á Finnmörk. Með honum voru synir Halls af Hofstöðum. En
er þeir komu til Íslands, kallaði Hallur til gullsins, og
urðu þar um deilur miklar; af því gerðist Þorskfirðinga saga.
Gull-Þórir bjó á Þórisstöðum; hann átti Ingibjörgu, dóttur
Gils skeiðarnefs, og var þeirra son Guðmundur. Þórir var hið
mesta afarmenni.



Geirmundur fór vestur á Strandir og nam þar land frá Rytagnúp
vestan til Horns og þaðan austur til Straumness. Þar gerði
hann fjögur bú, eitt í Aðalvík, það varðveitti ármaður hans;
annað í Kjaransvík, það varðveitti Kjaran þræll hans; þriðja
á almenningum hinum vestrum, það varðveitti Björn þræll hans,
er sekur varð um sauðatöku eftir dag Geirmundar; af hans
sektarfé urðu almenningar: fjórða í Barðsvík, það varðveitti
Atli þræll hans, og hafði hann fjórtán þræla undir sér.



En er Geirmundur fór meðal búa sinna, hafði hann jafnan átta
tigu manna. Hann var vellauðigur að lausafé og hafði of
kvikfjár. Svo segja menn, að svín hans gengi á Svínanesi, en
sauðir á Hjarðarnesi, en hann hafði selför í Bitru. Sumir
segja, að hann hafi og bú átt í Selárdal á Geirmundarstöðum í
Steingrímsfirði.



Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra
landnámsmanna á Íslandi. Lítt átti hann hér deilur við menn;
hann kom heldur gamall út. Þeir Kjallakur deildu um land það,
er var á meðal Klofninga og Fábeinsár, og börðust á ekrunum
fyrir utan Klofninga; þar vildu hvorirtveggju sá; þar veitti
Geirmundi betur. Þeir Björn hinn austræni og Vestar af Eyri
sættu þá; þá lendi Vestar í Vestarsnesi, er hann fór til
fundarins.



Geirmundur fal fé sitt mikið í Andarkeldu undir Skarði. Hann
átti Herríði Gautsdóttur, Gautrekssonar; Ýr var dóttir
þeirra. Síðan átti hann Þorkötlu dóttur Ófeigs Þórólfssonar;
þeirra börn Geirríður og...



Geirmundur andaðist á Geirmundarstöðum, og er hann lagður í
skip þar út í skóginum frá garði.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.