Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Anon Ldn 1bIV

Landnámabók 1b — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Anon Ldn 1bIV)

Anonymous íslendingasögurLandnámabók
1b2

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þá er Ísland fannst og byggðist af Noregi, var Adríánus páfi
í Róma og Jóhannes eftir hann, sá er hinn fimmti var með því
nafni í postuligu sæti, en Hlöðver Hlöðversson keisari fyrir
norðan fjall, en Leó og Alexander son hans yfir Miklagarði;
þá var Haraldur hárfagri konungur yfir Noregi, en Eiríkur
Eymundarson í Svíþjóð og Björn son hans, en Gormur hinn gamli
að Danmörk, en Elfráður hinn ríki í Englandi og Játvarður son
hans, en Kjarvalur að Dyflinni, Sigurður jarl hinn ríki í
Orkneyjum.



Svo segja vitrir menn, að úr Noregi frá Staði sé sjö dægra
sigling í vestur til Horns á Íslandi austanverðu, en frá
Snæfellsnesi, þar er skemmst er, er fjögurra dægra haf í
vestur til Grænlands. En svo er sagt, ef siglt er úr Björgyn
rétt í vestur til Hvarfsins á Grænlandi, að þá mun siglt vera
tylft fyrir sunnan Ísland. Frá Reykjanesi á sunnanverðu
Íslandi er fimm dægra haf til Jölduhlaups á Írlandi (í suður;
en frá Langanesi á norðanverðu Íslandi er) fjögurra dægra haf
norður til Svalbarða í hafsbotn.



Svo er sagt, að menn skyldu fara úr Noregi til Færeyja; nefna
sumir til Naddodd víking; en þá rak vestur í haf og fundu þar
land mikið. Þeir gengu upp í Austfjörðum á fjall eitt hátt og
sáust um víða, ef þeir sæju reyki eða nokkur líkindi til
þess, að landið væri byggt, og sáu þeir það ekki.



Þeir fóru aftur um haustið til Færeyja; og er þeir sigldu af
landinu, féll snær mikill á fjöll, og fyrir það kölluðu þeir
landið Snæland. Þeir lofuðu mjög landið.



Þar heitir nú Reyðarfjall í Austfjörðum, er þeir höfðu að
komið. Svo sagði Sæmundur prestur hinn fróði.



Maður hét Garðar Svavarsson, sænskur að ætt; hann fór að
leita Snælands að tilvísan móður sinnar framsýnnar. Hann kom
að landi fyrir austan Horn hið eystra; þar var þá höfn.
Garðar sigldi umhverfis landið og vissi, að það var eyland.
Hann var um veturinn norður í Húsavík á Skjálfanda og gerði
þar hús.



Um vorið, er hann var búinn til hafs, sleit frá honum mann á
báti, er hét Náttfari, og þræl og ambátt. Hann byggði þar
síðan, er heitir Náttfaravík.



Garðar fór þá til Noregs og lofaði mjög landið. Hann var
faðir Una, föður Hróars Tungugoða. Eftir það var landið
kallað Garðarshólmur, og var þá skógur milli fjalls og fjöru.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.