Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HSona ch. 27

Haraldssona saga 27 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HSona ch. 27)

HeimskringlaHaraldssona saga
262728

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Þá stóð Sigurður konungur upp og talar, segir það ósatt er Ingi kenndi þeim, kvað Gregoríus slíkt upp setja og kvað eigi skyldu langt til að sá fundur þeirra skyldi verða ef hann mætti ráða að hann mundi steypa hjálminum þeim hinum gullroðna og lauk svo sínu máli að hann kvað þá eigi lengi ganga báða. Gregoríus svarar, kvaðst það ætla að hann þyrfti lítt að fýsast þess og lést við því búinn.


Fám dögum síðar var veginn húskarl Gregoríusar úti á stræti og vó húskarl Sigurðar konungs. Þá vildi Gregoríus ganga að þeim Sigurði konungi en Ingi konungur latti og mart annarra manna.


En er Ingiríður móðir Inga konungs gekk frá aftansöng þá kom hún að þar er veginn var Sigurður skrúðhyrna. Hann var hirðmaður Inga konungs og var gamall og hafði mörgum konungum á höndum verið. En þeir höfðu vegið hann menn Sigurðar konungs, Hallvarður Gunnarsson og Sigurður sonur Eysteins trafala, og kenndu menn ráðin Sigurði konungi. Þá gekk hún þegar til Inga konungs og sagði honum, kvað hann lengi mundu lítinn konung ef hann vildi ekki að færast þótt hirðmenn hans væru drepnir, annar að öðrum svo sem svín. Konungur reiddist við átölur hennar.


Og er þau hnipptust við kom Gregoríus inn gangandi, hjálmaður og brynjaður, bað konung eigi reiðast, kvað hana satt mæla: "En eg em hér kominn til liðs við þig ef þú vilt veita Sigurði konungi atgöngu og er hér meir en hundrað manna úti í garðinum, húskarla minna, hjálmaðir og brynjaðir, og munum vér þaðan að þeim sækja er öðrum þykir verst."


En flestir löttu og kváðu Sigurð mundu vilja bæta óhapp sitt.


En er Gregoríus sá að letjast mundi mælti hann við Inga konung: "Svo bleðja þeir af þér, drápu minn húskarl fyrir skömmu en nú hirðmann þinn en þeir munu vilja veiða mig eða annan lendan mann, þann er þeim þykir þér mest afnám í vera, er þeir sjá að þú færist ekki að en taka þig af konungdóminum eftir það er vinir þínir eru drepnir. Nú hverngan veg sem aðrir lendir menn þínir vilja, þá vil eg eigi bíða nauthöggsins og skulum við Sigurður kaupa saman þessa nótt að því kaupi sem þá má verða. En það er bæði að þú ert illa að tekinn fyrir vanheilsu sakir enda ætla eg lítinn viljann að halda vini þína. En eg em nú albúinn að ganga til fundar við Sigurð héðan því að hér er merki mitt úti."


Ingi konungur stóð upp og kallaði til klæða sinna, bað hvern mann búast er honum vildi fylgja og kvað ekki tjá að letja sig, lést lengi hafa undan ært, lét þá verða sverfa til stáls með þeim.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.