Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HSona ch. 12

Haraldssona saga 12 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HSona ch. 12)

HeimskringlaHaraldssona saga
111213

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Hallur segir svo að höfðingjar vildu drepa hann láta þegar en þeir menn er grimmastir voru og þóttust eiga að reka harma sinna á honum réðu píslum hans og voru til þess nefndir þeir bræður Benteins, Sigurður og Gyrður Kolbeinssynir, og Pétur byrðarsveinn vildi hefna Finns bróður síns en höfðingjar og flest fólk annað gekk frá. Þeir brutu fótleggi hans í sundur með öxarhömrum og handleggi. Þá flettu þeir hann af klæðum og ætluðu flá hann kvikan og klufu svörð í höfði honum. Það máttu þeir eigi gera fyrir blóðrás. Þá tóku þeir svarðsvipur og börðu hann lengi svo að vandlega var öll húðin af svo sem flegin væri. En síðan tóku þeir og skutu stokki á hrygginn svo að sundur gekk. Þá drógu þeir hann til trés og hengdu og hjuggu síðan af höfuðið og drógu brott líkama hans og reyrðu í hreysi nokkuð.


Það er allra manna mál, vina hans og óvina, að engi maður í Noregi hafi verið betur að sér ger um alla hluti en Sigurður í þeirra manna minnum er þá voru uppi en ógæfumaður var hann um suma hluti.


Svo sagði Hallur að hann mælti fátt og svaraði fá þótt menn ortu orða á hann. En það segir Hallur að hann brást aldrei við heldur en þeir lystu á stokk eða á stein. En það lét hann fylgja að það mátti vera um góðan dreng, þann er vel væri að þrek búinn, að svo mætti standast píningar að því, að maður héldi munni sínum eða brygði sér lítt við, en það sagði hann að aldrei brá hann máli sínu og jafnléttmæltur sem þá að hann væri á ölbekk inni, hvorki mælti hann hærra né lægra eða skjálfhendra en sem vandi hans var til. Mælti hann allt til þess er hann andaðist og söng þriðjung úr psalterio [saltara] og lést honum það þykja umfram eljan og styrk annarra manna.


En prestur sá er þar hafði kirkju skammt frá lét lík Sigurðar færa þannug til kirkju. Sá prestur var vinur þeirra Haraldssona. En er þetta spurðist þá köstuðu þeir reiði á hann og létu aftur flytja líkið sem áður hafði verið og varð þó prestur fé fyrir gjalda. En vinir Sigurðar fóru síðan eftir líkinu úr Danmörk sunnan með skip og færðu til Álaborgar og grófu að Maríukirkju þar í býnum. Svo sagði Eiríki Ketill prófastur er varðveitti Maríukirkju að Sigurður væri þar grafinn.


Þjóstólfur Álason lét færa lík Magnúss konungs til Óslóar og grafa að Hallvarðskirkju hjá Sigurði konungi föður hans. Loðin saupruð færðu þeir til Túnsbergs en allt annað lið grófu þeir þar.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.