Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HSona ch. 10

Haraldssona saga 10 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HSona ch. 10)

HeimskringlaHaraldssona saga
91011

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Sama haust komu þeir Sigurður slembidjákn og Magnús blindi sunnan úr Danmörk með þrjá tigu skipa, bæði Dana lið og Norðmanna. Það var nær veturnóttum. En er þetta spyrja konungar og þeirra lið fara þeir austur í móti.


Þeir hittust í Hvölum við Hólm hinn grá. Það var hinn næsta dag eftir Marteinsmessu. Þá var sunnudagur. Ingi og Sigurður konungur höfðu tuttugu skip og öll stór. Var þar orusta mikil en eftir hina fyrstu hríð flýðu Danir með átján skipum heim suður. Þá hruðust skip þeirra Sigurðar og Magnúss.


En er mjög var hroðið skip Magnúss, en hann hvíldi í hvílu sinni, Hreiðar Grjótgarðsson er lengi hafði fylgt honum og verið hirðmaður hans, hann tók Magnús konung í fang sér og vildi hlaupa á skip annað. Þá var Hreiðar skotinn spjóti milli herðanna og þar í gegnum en svo segja menn að þar fengi Magnús konungur bana af því sama spjóti og féll Hreiðar á bak aftur á þiljurnar en Magnús á hann ofan. En það mælir hver maður að hann þætti vel og prúðlega hafa fylgt sínum lánardrottni. Gott er hverjum er slíkan orðróm getur.


Þar féll Loðinn saupruður af Línustöðum á skipi Magnúss konungs og Bersi Þormóðarson stafnbúi Sigurðar slembidjákns og Ívar Kolbeinsson og Hallvarður fægir fyrirrúmsmaður Sigurðar slembidjákns. Sá Ívar gekk inn að Haraldi konungi og vann fyrstur á honum. Þá féll mikill hluti liðs þeirra Magnúss, því að Inga menn létu ekki undan ganga það er þeir máttu ná, þótt eg nefni fá menn til. Þeir drápu í einum hólma meir en sex tigu manna. Þar voru tveir íslenskir menn drepnir: Sigurður prestur sonur Bergþórs Mássonar, og annar Klemet sonur Ara Einarssonar.


Ívar skrauthanki, sonur Kálfs hins ranga, er síðan var biskup í Þrándheimi norður, hann var faðir Eiríks erkibiskups. Ívar hafði ávallt fylgt Magnúsi, hann komst á skip Jóns köðu bróður síns, en Jón átti Cecilíu dóttur Gyrðar Bárðarsonar. Og voru þeir í liði Inga konungs og Sigurðar og þeir komust á skip Jóns, annar Arnbjörn ambi er síðan átti dóttur Þorsteins í Auðsholti, þriðji var Ívar dynta Starason. Hann var bróðir Helga Starasonar en þrænskur að móðurkyni, hinn vænsti maður. En er liðsmenn urðu varir við að þeir voru þar þá gripu þeir til vopna sinna og gengu að þeim Jóni en þeir bjuggust við og var við sjálft að þar mundi alþýða berjast. En það varð að sætt með þeim að Jón leysti undan Ívar bróður sinn og Arnbjörn og festi fé fyrir þá en það fé var honum gefið síðan. En Ívar dynta var leiddur á land upp og höggvinn því að þeir Sigurður og Gyrður Kolbeinssynir vildu eigi taka fé fyrir hann því að þeir kenndu honum að hann hefði verið að vígi Benteins bróður þeirra.


Það sagði Ívar biskup að það hefði svo yfir hann gengið að honum hafði verst þótt er Ívar var leiddur á land upp undir öxi og hvarf áður til þeirra og bað þá heila hittast. Svo sagði Guðríður Birgisdóttir, systir Jóns erkibiskups, Eiríki Oddssyni en hún lést Ívar biskup heyra það mæla.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.