Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HákHerð ch. 20

Hákonar saga herðibreiðs 20 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HákHerð ch. 20)

HeimskringlaHákonar saga herðibreiðs
192021

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Sá atburður varð á Stiklastöðum í orustu, sem fyrr var ritað, að Ólafur konungur kastaði frá sér sverðinu Hneiti þá er hann fékk sár. En einnhver maður, sænskur að ætt, hafði brotið sverð sitt og tók sá upp sverðið Hneiti og vó með því. En sá maður komst brott úr bardaga og fór með öðrum flóttamönnum. Kom hann fram í Svíþjóð og fór heim til bús síns. Hafði hann sverð það um alla sína ævi en síðan hans sonur og tók hver eftir annan þeirra frænda og fylgdi það jafnan eign sverðsins að hver sagði öðrum nafn sverðsins og svo það hvaðan það var komið.


En það var miklu síðar á dögum Kirjalax Miklagarðskeisara að þar voru í Garði stórar sveitir Væringja. Þá bar svo að á einu sumri, þá er keisarinn var í herferð nokkurri, og lágu þeir í herbúðum. Væringjar héldu vörð og vöktu yfir konungi. Lágu þeir á völlunum fyrir utan herbúðir. Þeir skiptu nóttinni með sér til vöku en þeir er áður höfðu vakað lögðust þá niður og sváfu. Þeir voru allir með alvæpni. Það var siður þeirra, þá er þeir lögðust til svefns að hver hafði hjálm á höfði og skjöld yfir sér og sverð undir höfði og skyldi leggja hægri hönd á meðalkafla.


Einnhver þeirra félaga, sá er hlotið hafði vörð hinn efsta hluta nætur, þá vaknaði hann í dagan. Þá var sverð hans í brottu. En er hann leitaði þá sá hann sverðið, hvar lá á vellinum langt frá honum. Hann stóð upp og tók sverðið. Ætlaði hann að félagar hans, þeir er vakað höfðu, mundu hafa gert til spotts að véla frá honum sverðið. Þess synjuðu þeir fyrir sig.


Slíkir atburðir urðu þrjár nætur. Þá undraðist hann mjög sjálfur og svo aðrir þeir er þetta sáu eða heyrðu og spurðu menn hann eftir hverju það mundi gegna. Þá sagði hann að sverð það var kallað Hneitir og Ólafur hinn helgi hafði átt og borið sjálfur í orustu á Stiklastöðum. Hann segir hvernug síðan hafði farið sverð það.


Síðan var þetta sagt Kirjalax konungi. Þá lét hann kalla til sín mann þann er með sverð það fór, fékk honum gull, þrenn jafnvirði sverðsins. En konungur lét sverðið bera í Ólafskirkju þá er Væringjar halda. Var það þar síðan yfir altera.


Eindriði ungi var þá í Miklagarði er þessir atburðir gerðust. Sagði hann þessa sögu í Noreg svo sem Einar Skúlason vottar í drápu þeirri er hann orti um Ólaf konung hinn helga og er þar kveðið um þenna atburð.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.