Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HákHerð ch. 11

Hákonar saga herðibreiðs 11 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HákHerð ch. 11)

HeimskringlaHákonar saga herðibreiðs
101112

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


En er Ingi konungur og hans félagar sáu að Gregoríus var á grunninu þá hét konungur á liðið að þeir skyldu til róa.


Hann mælti: "Þetta var hið ósnjallasta ráð er vér skyldum hér eftir liggja en vinir vorir fóru til bardaga. Vér höfum það skip er mest er og best skipað í öllum herinum. Nú sé eg að Gregoríusi er liðs þörf, þeim manni er eg á best að launa, og leggjum til bardaga sem harðast. Er það og réttast að eg sé í orustu því að eg vil sigurinn eignast ef fæst. En þótt eg vissi fyrir að vorir menn mundu ósigur hafa, þá væri oss þó sá einn til að vera þar sem aðrir eru vorir menn, því að eg má ekki að færast, ef missi þeirra manna er brjóst eru og röskvastir eru og lengi hafa verið forstjórar fyrir mér og mínu ríki," bað þá setja upp merkin og var svo gert og reru þeir yfir ána.


Þá var bardagi sem óðastur og fékk konungur eigi rúm til atlögunnar, svo lágu skipin þröngt fyrir. Þá lögðu þeir undir austurfararknörruna. Þar var borið á þá ofan kesjur og pálstafir og grjót svo stórt að ekki hélt við og máttu þeir ekki vera þar. En er liðsmenn sáu það að konungur var kominn þá ruddu þeir fyrir honum og lagði hann þá að skipi Eindriða Jónssonar.


Þá eyddu Hákonar menn smáskipin og gengu upp á knörruna en sumir á land. Erlingur skakki og hans menn áttu harða sókn. Hann var í fyrirrúmi. Hann kallaði á stafnbúa sína og bað þá ganga upp á konungsskipið. Þeir svöruðu að það var eigi dælt og þar var járn á trjám fyrir. Erlingur gekk fram í stafninn og dvaldist þar litla hríð áður en þeir greiddu uppgöngu á konungsskipið og hruðu það skip. Tók þá að flýja allur herinn. Eftir það hljóp á kaf mart liðið en mart féll en allur fjöldinn komst á land svo sem Einar Skúlason segir:



Margr féll maðr af dreyrgu
marblakks á kaf saxi.
Gnógt eldi fékkst gýgjar
glaum. Rak ná fyr straumi.
Elfr varð unda gjálfri
eitrköld roðin heitu.
Vitnis féll með vatni
varmt öldr í men Karmtar.



Mörg flutu auð, á úrga,
álm sveigði lið, hjálma
rauð flugu stál, í stríðri
stafnblóðug skip móðu,
áðr á grund af græðis
gæðinga lið flæði,
sveit varð í rym rítar
rýr Hákonar, dýrum.


Einar orti um Gregoríus Dagsson flokk þann er kallaðar eru Elfarvísur.


Ingi konungur gaf grið Nikulási Skjaldvararsyni þá er skip hans var hroðið og gekk hann þá til Inga konungs og var með honum síðan meðan hann lifði. Eindriði Jónsson hljóp á skip Inga konungs þá er hans skip var hroðið og bað sér griða. Konungur vildi gefa honum grið en sonur Hávarðs klínings hljóp til og hjó hann banahögg og var það verk mjög lastað en hann sagði að Eindriði hafði ráðið drápi Hávarðs föður hans. Eindriði var mjög harmaður og þó mest í Þrændalögum. Þar féll mart af liði Hákonar en eigi fleiri höfðingjar. Fátt féll af Inga liði en mart var sárt.


Hákon flýði á land upp en Ingi fór norður í Víkina sínu liði. Hann var í Víkinni um veturinn og Gregoríus.


En er þeir komu til Björgynjar frá orustu, menn Inga konungs, synir Ívars af Eldu, Bergljótur og þeir bræður, þá drápu þeir Nikulás skegg er gjaldkeri hafði verið og fóru síðan heim norður í Þrándheim.


Hákon konungur kom norður fyrir jól en Sigurður var stundum heima á Reyri. Gregoríus hafði tekið honum grið af Inga að hann skyldi hafa eignir sínar allar því að þeir Gregoríus og Sigurður voru náfrændur. Hákon konungur var í Kaupangi um jólin og börðust menn hans einn aftan um jólin í hirðstofunni snemma jólanna og höfðu sjö menn bana og margir urðu sárir.


En eftir hinn átta dag jóla þá fóru þeir lagsmenn Hákonar inn á Eldu, Álfur hroði sonur Óttars birtings, og nær átta tigum manna og komu þar öndurða nótt þá er hinir voru drukknir og lögðu eld í stofuna en þeir gengu út og vörðust. En þar féll Bergljótur sonur Ívars og Ögmundur bróðir hans og mjög mart manna. Þar höfðu verið nær þremur tigum manna inni. Um veturinn í Kaupangi norður andaðist Andrés Símonarson fóstbróðir Hákonar konungs, og var hið mesta harmaður.


Erlingur skakki og menn Inga konungs, þeir er í Björgyn voru, létu sem þeir mundu fara norður þá um veturinn og taka Hákon og varð ekki af. Gregoríus sendi þau orð austan úr Konungahellu, ef hann sæti jafnnær sem þeir Erlingur, að hann mundi eigi sitja kyrr í Björgyn ef Hákon léti drepa vini Inga konungs í Þrándheimi og lögunauta þeirra.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.