Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HákHerð ch. 5

Hákonar saga herðibreiðs 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HákHerð ch. 5)

HeimskringlaHákonar saga herðibreiðs
456

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


En er Ingi konungur spurði það þá fór hann austur eftir þeim. Þeir hittust austur í Elfi. Ingi konungur lagði upp í ána eftir hinni nyrðri kvísl og gerði njósn fyrir sér um þá Hákon. En Ingi konungur lagði að landi út við Hísing og beið þar njósnarinnar.


Og er njósnarmenn komu aftur þá gengu þeir til konungs og sögðu að þeir hefðu séð lið Hákonar konungs og alla skipan þeirra, segja að þeir lágu uppi við stikin og höfðu tengt skutstafna sína upp í stikin: "Þeir hafa tvo austurfararknörru og hafa þá lagt yst skipanna."


Á knörrunum voru húnkastalar og svo frammi í stafni á báðum. En er þetta spurði konungur, hvern viðbúnað þeir höfðu, þá lét hann blása til húsþings öllu liðinu. En er þings var kvatt og sett þá leitar konungur ráðs við lið sitt og kveður Gregoríus Dagsson og Erling skakka mág sinn og aðra lenda menn og skipstjórnarmenn og segir allan umbúnað þeirra Hákonar manna.


Gregoríus svaraði fyrst og birti sinn vilja, segir svo: "Fundir vorir Hákonar hafa að borist nokkurum sinnum og hafa þeir haft oftast meira lið og fengið þó minna hlut í vorum skiptum. En nú höfum vér miklu meira lið og mun það nú þykja líklegt þeim mönnum, er fyrir skömmu hafa misst fyrir þeim göfgra frænda sinna, að hér muni vel bera til um hefnd því að þeir hafa lengi nú áður rekist undan oss í sumar. Höfum vér það oft mælt ef þeir biðu vor, svo sem nú er sagt að vera muni, að vér mundum hætta til fundar við þá. Nú er það að segja frá mínu skaplyndi að eg vil leggja til orustu við þá ef það er eigi í mót konungsvilja því að eg ætla enn sem fyrr hefir verið að þeir muni fyrir verða láta, ef vér leggjum skelegglega að. Mun eg þar til leggja er öðrum þykir torveldlegast."


Að ræðu Gregoríusar varð mikill rómur og létust allir búnir að leggja til orustu við þá Hákon. Var þá róið öllum skipunum upp eftir ánni til þess er hvorir sáu aðra. Þá viku þeir Ingi konungur af árstrauminum út undir eyna. Átti konungur þá tal við stýrimenn alla og bað þá skipa til atlögu og kvaddi þá að Erling skakka, sagði sem satt var að engi var í því liði vitrari maður og kænni í orustu þó að sumir væru enn meiri ákafamenn. Veik konungur þá enn ræðunni til fleiri lendra manna, nefndi suma á nafn en lauk svo ræðu sinni að hann bað það hvern til leggja er hann sá að ráði gegndi en síðan alla saman verða á eitt sátta.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.