Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HSig ch. 98

Haralds saga Sigurðssonar 98 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HSig ch. 98)

HeimskringlaHaralds saga Sigurðssonar
979899

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Ólafur sonur Haralds konungs hélt liði sínu braut af Englandi
og sigldi út af Hrafnseyri og kom um haustið til Orkneyja og
voru þar þau tíðindi að María dóttir Haralds konungs
Sigurðarsonar hafði orðið bráðdauð þann sama dag og á þeirri
sömu stundu er Haraldur konungur féll, faðir hennar. Ólafur
dvaldist þar um veturinn.En eftir um sumarið fór Ólafur austur til Noregs. Var hann
þar þá tekinn til konungs með Magnúsi bróður sínum. Ellisif
drottning fór vestan með Ólafi stjúpsyni sínum og Ingigerður
dóttir hennar. Þá kom og vestan um haf með Ólafi Skúli, er
síðan var kallaður konungsfóstri, og Ketill krókur bróðir
hans. Þeir voru báðir göfgir menn og kynstórir af Englandi og
báðir forvitra. Voru þeir báðir hinir kærstu Ólafi konungi.
Fór Ketill krókur norður á Hálogaland. Fékk Ólafur konungur
honum gott kvonfang og er frá honum komið mart stórmenni.Skúli konungsfóstri var vitur maður og skörungur mikill,
manna fríðastur sýnum. Hann gerðist forstjóri í hirð Ólafs
konungs og talaði á þingum og réð öllum landráðum með
konungi. Ólafur konungur bauð að gefa Skúla fylki eitt í
Noregi það er honum þætti best með öllum tökum og skyldum
þeim er konungur átti.Skúli þakkaði honum boð sitt og lést vilja beiðast af honum
annarra hluta "fyrir því ef konungaskipti verður, kann vera
að rjúfist gjöfin. Eg vil," segir hann, "nokkurar eignir
þiggja er liggja nær kaupstöðum þeim er þér herra eruð vanir
að sitja og taka jólaveislur."Konungur játti honum þessu og skeytti honum jarðir austur við
Konungahellu og við Ósló, við Túnsberg, við Borg, við
Björgvin og norður við Niðarós. Þær voru nálega hinar bestu
eignir í hverjum stað og hafa þær eignir legið síðan undir þá
ættmenn er af Skúla ætt eru komnir.Ólafur konungur gifti honum frændkonu sína, Guðrúnu
Nefsteinsdóttur. Móðir hennar var Ingiríður dóttir Sigurðar
konungs sýr og Ástu. Hún var systir Ólafs konungs hins helga
og Haralds konungs. Sonur Skúla og Guðrúnar var Ásólfur á
Reini. Hann átti Þóru dóttur Skofta Ögmundarsonar. Sonur
þeirra Ásólfs var Guttormur á Reini, faðir Bárðar, föður Inga
konungs og Skúla hertoga.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.