Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HSig ch. 92

Haralds saga Sigurðssonar 92 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HSig ch. 92)

HeimskringlaHaralds saga Sigurðssonar
919293

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú hefur upp orustu og veita enskir menn áreið Norðmönnum.
Varð viðurtakan hörð. Varð óhægt enskum mönnum að ríða á
Norðmenn fyrir skotum og riðu þeir í hring um þá. Var það
fyrst laus orusta meðan Norðmenn héldu vel fylkingu en enskir
menn riðu að hart og þegar frá er þeir fengu ekki að gert. En
er Norðmenn sáu það að þeim þótti blautlega að riðið þá sóttu
þeir að þeim og vildu reka flóttann. En er þeir höfðu brugðið
skjaldborginni þá riðu enskir menn að þeim öllum megin og
báru á þá spjót og skot.



En er Haraldur konungur Sigurðarson sá það gekk hann fram í
orustu þar er mestur var vopnaburðurinn. Var þar þá hin
harðasta orusta og féll mikið lið af hvorumtveggjum. Þá varð
Haraldur konungur Sigurðarson svo óður að hann hljóp fram
allt úr fylkingunni og hjó báðum höndum. Hélt þá hvorki við
honum hjálmur né brynja. Þá stukku frá allir þeir er næstir
voru. Var þá við sjálft að enskir menn mundu flýja.



Svo segir Arnór jarlaskáld:



Hafði brjóst, né bifðist

böðsnart konungs hjarta,

í hjálmþrimu hilmir

hlítstyggr fyr sér lítið,

þars til þengils hersa

þat sá her, að skatna

blóðugr hjörr hins barra

beit döglinga hneitis.


Haraldur konungur Sigurðarson var lostinn öru í óstinn. Það
var hans banasár. Féll hann þá og öll sveit sú er fram gekk
með honum nema þeir er aftur opuðu og héldu þeir merkinu. Var
þá enn hinn harðasti bardagi. Gekk þá Tósti jarl undir
konungsmerki. Tóku þá hvorirtveggju að fylkja í annað sinn og
varð þá á dvöl mjög löng á orustunni.



Þá kvað Þjóðólfur:



Öld hefir afhroð goldið

illt. Nú kveð eg her stilltan.

Bauð þessa för þjóðum

þarflaust Haraldr austan.

Svo lauk siklings ævi

snjalls, að vér róm allir,

lofðungr beið hinn leyfði

lífs grand, í stað vöndum.


En áður saman sigi orusta þá bauð Haraldur Guðinason grið
Tósta jarli bróður sínum og þeim mönnum öðrum er þá lifðu
eftir af liði Norðmanna. En Norðmenn æptu allir senn og sögðu
svo að fyrr skyldi hver falla um þveran annan en þeir gengju
til griða við enska menn, æptu þá heróp. Tókst þá orusta í
annað sinn.



Svo segir Arnór jarlaskáld:



Eigi varð hins ýgja

auðlegr konungs dauði.

Hlífðut hlenna svæfi

hoddum roðnir oddar.

Heldr kusu meir hins milda

mildings en grið vildu

um fólksnaran fylki

falla liðsmenn allir.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.