Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HSig ch. 79

Haralds saga Sigurðssonar 79 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HSig ch. 79)

HeimskringlaHaralds saga Sigurðssonar
787980

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Tósti jarl snýr þá ferðinni og kom hann fram í Noreg og fór á
fund Haralds konungs. Hann var í Víkinni. En er þeir finnast
ber jarl upp fyrir konung erindi sín, segir honum allt um
ferð sína síðan er hann fór af Englandi, biður konung fá sér
styrk að sækja ríki sitt í Englandi.



Konungur segir svo að Norðmenn munu þess ekki fýsa að fara
til Englands og herja og hafa enskan höfðingja yfir sér:
"Mæla menn það," segir hann, "að þeir hinir ensku séu ekki
alltrúir."



Jarl svarar: "Hvort er það með sannindum, er eg hefi heyrt
menn segja í Englandi, að Magnús konungur frændi þinn sendi
menn til Játvarðar konungs og var það í orðsending að Magnús
konungur átti England slíkt sem Danmörk arftekið eftir
Hörða-Knút svo sem svardagar þeirra höfðu til staðið?"



Konungur segir: "Hví hafði hann það þá eigi ef hann átti
það?"



Jarl segir: "Hví hefir þú eigi Danmörk svo sem Magnús
konungur hafði fyrir þér?"



Konungur segir: "Ekki þurfa Danir að hælast við oss Norðmenn.
Marga díla höfum vér brennt þeim frændum þínum."



Þá mælti jarl: "Viltu eigi mér segja, þá mun eg þér segja.
Því eignaðist Magnús konungur Danmörk að þarlandshöfðingjar
veittu honum en því fékkstu eigi að allt landsfólk stóð í
móti þér. Því barðist Magnús konungur eigi til Englands að
allur landslýður vildi hafa Játvarð að konungi. Viltu eignast
England þá má eg svo gera að meiri hlutur höfðingja í
Englandi munu vera vinir þínir og liðsinnismenn. Skortir mig
eigi meira við Harald bróður minn en konungsnafn eitt. Það
vita allir menn að engi hermaður hefir slíkur fæðst á
Norðurlöndum sem þú og það þykir mér undarlegt er þú barðist
fimmtán vetur til Danmerkur en þú vilt eigi hafa England er
nú liggur laust fyrir þér."



Haraldur konungur hugsaði vandlega hvað jarl mælti og skildi
að hann segir mart satt og í annan stað gerðist hann fús til
að fá ríkið. Síðan töluðu þeir konungur og jarl löngum og
oft. Settu þeir þá ráðagerð þessa, að þeir skyldu fara um
sumarið til Englands og vinna landið.



Sendi Haraldur konungur orð um allan Noreg og bauð út
leiðangri, hálfum almenningi. Var þetta nú allfrægt. Voru
margar getur á hvernug förin mundi verða. Mæltu sumir og
töldu upp stórvirki Haralds konungs að honum mundi ekki ófært
vera en sumir sögðu að England mundi vera torsótt, mannfólk
ófa mikið á og lið það er kallað er þingamannalið. Þeir voru
menn svo fræknir að betra var lið eins þeirra en tveggja
Haralds manna hinna bestu.



Þá svarar Úlfur stallari:



Era stallarum stillis

stafnrúm Haralds jafnan,

ónauðigr fékk eg auðar,

innan þörf að hvarfa,

ef, hörbrekkan, hrökkva,

hrein, skulu tveir fyrir einum,

ungr kenndi eg mér, undan,

annað, þingamanni.


Úlfur stallari andaðist það vor.



Haraldur konungur stóð yfir grefti hans og mælti er hann gekk
frá: "Þar liggur sá nú er dyggvastur var og
drottinhollastur."



Tósti jarl sigldi um vorið vestur til Flæmingjalands mót liði
því er honum hafði fylgt utan af Englandi og því öðru er
safnaðist til hans bæði af Englandi og þar í Flæmingjalandi.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.