Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HSig ch. 77

Haralds saga Sigurðssonar 77 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HSig ch. 77)

HeimskringlaHaralds saga Sigurðssonar
767778

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



En er vor kom þá bjó Haraldur skip sitt og ferð brott.
Skildust þeir jarl með kærleikum miklum. Fór þá Haraldur út
til Englands á fund Játvarðar konungs og kom ekki til
Vallands síðan að vitja ráðs þessa.



Játvarður konungur var yfir Englandi þrjá vetur og tuttugu og
varð hann sóttdauður í Lundúnum None Januarii. Hann var
jarðaður að Pálskirkju og kalla enskir menn hann helgan.



Synir Guðina jarls voru þá ríkastir manna á Englandi. Var
Tósti settur höfðingi yfir her Englakonungs og var hann
landvarnarmaður þá er konungur tók að eldast. Hann var settur
yfir alla jarla aðra. Haraldur bróðir hans var jafnan innan
hirðar hinn næsti maður um alla þjónustu og hafði allar
féhirslur konungs að gæta.



Það er sögn manna að þá er fram leið að andláti konungs að þá
var Haraldur nær og fátt manna annað.



Þá laut Haraldur yfir konunginn og mælti: "Því skírskota eg
undir alla yður að konungur gaf mér nú konungdóm og allt ríki
í Englandi."



Því næst var konungur hafiður dauður úr hvílunni.



Þann sama dag var þar höfðingjastefna. Var þá rætt um
konungstekju. Lét þá Haraldur bera fram vitni sín, þau er
Játvarður konungur gaf honum ríki á deyjanda degi. Lauk svo
þeirri stefnu að Haraldur var til konungs tekinn og vígður
konungsvígslu hinn þrettánda dag í Pálskirkju. Gengu þá allir
höfðingjar til handa honum og allt fólk.



En er það spurði Tósti jarl bróðir hans líkaði honum illa.
Þóttist hann eigi verr til kominn að vera konungur: "Vil eg,"
segir hann, "að landshöfðingjar kjósi þann til konungs er
þeim þykir best vera til fallinn."



Og fóru þau orð milli þeirra bræðra. Haraldur konungur segir
svo að hann vill eigi upp gefa konungdóm fyrir það að hann
var stólsettur í þeim stað sem konungur átti en verið síðan
smurður og vígður konungsvígslu. Hvarf og til hans allur
styrkur fjölmennis. Hafði hann og féhirslur konungs allar.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.