Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HSig ch. 76

Haralds saga Sigurðssonar 76 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HSig ch. 76)

HeimskringlaHaralds saga Sigurðssonar
757677

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Það var á einu sumri að Haraldur Guðinason átti ferð til
Bretlands og fór á skipi. En er þeir komu í haf tók þá
andviðri og rak út í haf. Þeir tóku land vestur í Norðmandí
og höfðu fengið storm mannhættan. Þeir lögðu til borgarinnar
Rúðu og fundu þar Vilhjálm jarl. Tók hann við Haraldi
feginsamlega og hans föruneyti. Dvaldist Haraldur þar lengi
um haustið í góðum fagnaði því að stormar lágu á og var eigi
í haf fært.En er að leið vetrinum þá ræddu þeir það, jarl og Haraldur,
að Haraldur mundi þar dveljast um veturinn. Sat Haraldur í
hásæti á aðra hönd jarli en til annarrar handar kona jarls.
Hún var hverri konu fríðari er menn höfðu séð. Þau töluðu öll
saman sér gaman jafnan við drykkju. Jarl gekk oftast snemma
að sofa en Haraldur sat lengi á kveldum og talaði við konu
jarls. Fór svo fram lengi um veturinn.Eitt sinn er þau töluðu segir hún: "Nú hefir jarl rætt um við
mig og spurt hvað við töluðum svo þrátt og er hann nú
reiður."Haraldur svarar: "Við skulum hann nú láta vita sem skjótast
allar ræður okkrar."Eftir um daginn kallar Haraldur jarl til tals við sig og
gengu þeir í málstofu. Þar var og kona jarls og ráðuneyti
þeirra.Þá tók Haraldur til máls: "Það er að segja yður jarl að
fleira býr í hingaðkomu minni en það er eg hefi enn upp borið
fyrir yður. Eg ætla að biðja dóttur þinnar til eiginkonu mér.
Hefi eg þetta rætt fyrir móður hennar oftlega og hefir hún
mér því heitið að liðsinna þetta mál við yður."En þegar er Haraldur hafði þetta upp borið þá tóku allir því
vel, þeir er heyrðu, og fluttu það fyrir jarli. Kom þetta mál
svo að lyktum að mærin var föstnuð Haraldi en fyrir því að
hún var ung þá var mælt nokkurra vetra frest á til
brúðlaupsstefnu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.