Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HSig ch. 72

Haralds saga Sigurðssonar 72 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HSig ch. 72)

HeimskringlaHaralds saga Sigurðssonar
717273

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Haraldur konungur var í Víkinni um sumarið en hann gerði menn
sína til Upplanda eftir skyldum og sköttum er hann átti þar.
Þá gerðu bændur þar engan greiða á og kváðust mundu láta bíða
allt þar Hákonar jarls ef hann kæmi til þeirra. Hákon jarl
var þá uppi á Gautlandi og hafði lið mikið.En er á leið sumarið hélt Haraldur konungur suður til
Konungahellu. Síðan tók hann léttiskip öll þau er hann fékk
og hélt upp eftir Elfinni. Lét hann draga af við fossa og
flutti skipin upp í vatnið Væni. Síðan reri hann austur yfir
vatnið þar sem hann spurði til Hákonar jarls.En er jarl fékk njósn af förum konungs þá sótti hann ofan af
landi og vildi eigi að konungur herjaði á þá. Hákon jarl
hafði lið mikið er Gautar höfðu fengið honum.Haraldur konungur lagði skipum sínum upp í móðu nokkura.
Síðan réð hann til landgöngu en hann lét eftir sumt liðið að
gæta skipa. Konungur sjálfur reið og sumt liðið en miklu
fleira gekk. Þeir áttu að fara yfir skóg nokkurn og þar voru
fyrir þeim kjarrmýrar nokkurar og þá enn holt. En er þeir
komu upp á holtið þá sáu þeir lið jarls. Var þá mýr ein milli
þeirra. Fylktu þá hvorirtveggju.Þá mælti konungur að lið hans skyldi sitja uppi á bakkanum:
"Freistum fyrst ef þeir vilji á ráða. Hákon er óbilgjarn,"
segir hann.Frost var veðurs og snjádrif nokkuð. Sátu þeir Haraldur undir
skjöldum sínum en Gautar höfðu lítt klæðst og gerði þeim
svalt. Jarl bað þá bíða þess er konungur gengi að og þeir
stæðu allir jafnhátt. Hákon jarl hafði merki þau er Magnús
konungur Ólafsson hafði átt.Lögmaður Gauta hét Þorviður. Hann sat á hesti og var bundinn
taumurinn við hæl einn er stóð í mýrinni.Hann talaði og mælti: "Það veit guð að vér höfum hér lið
mikið og helsti frækna menn. Látum það spyrja Steinkel konung
að vér veitum vel lið þessum góða jarli. Veit eg það þótt
Norðmenn leiti á oss að vér tökum öruggt í mót þeim. En ef
ungmennið skjalar og vill eigi bíða þá rennum eigi lengra en
hér til bekksins. En ef meir skjalar ungmennið sem eg veit að
eigi mun vera þá rennum eigi lengra en hér til haugsins."Í því bili hljóp upp her Norðmanna og æpti heróp og börðu á
skjöldu sína. Tók þá Gautaher að æpa. En hestur lögmanns
hnykkir svo fast, er hann fældist við herópið, að hællinn
gekk upp og hrökkti honum um höfuð lögmanninum.Hann mælti: "Skjót allra Norðmanna armastur."Hleypti lögmaðurinn þá í brott.Haraldur konungur hafði áður sagt liði sínu svo: "Þótt vér
gerum brak eða óp um oss þá göngum vér eigi fyrir bakkann
fyrr en þeir koma hér að oss."Og gerðu þeir svo.En þegar er herópið kom upp þá lét jarl fram bera sitt merki.
En er þeir komu undir bakkann þá steyptist konungsliðið ofan
á þá. Féll þá þegar sumt lið jarls en sumt flýði. Norðmenn
ráku flóttann eigi langt því að kveld var dags. Þar tóku þeir
merki Hákonar jarls og slíkt af vopnum og klæðum sem þeir
fengu.Konungur lét bera fyrir sér bæði merkin er hann fór ofan.
Þeir ræddu með sér hvort jarl mundi fallinn. En er þeir riðu
ofan um skóginn þá mátti einn ríða jafnfram. Maður hleypti um
þvera götuna og lagði kesju í gegnum þann er bar merki jarls.
Hann grípur merkisstöngina og hleypti annan veg í skóginn með
merkið.En er konungi var það sagt þá mælti hann: "Lifir jarl. Fái
mér brynju mína."Ríður konungur þá um nóttina til skipa sinna. Mæltu margir að
jarl hefði hefnt sín.Þjóðólfur kvað þá:Öld er, sú er jarli skyldi

ógnteitum lið veita,

sterkr olli því stillir,

Steinkels gefin helju.

En því að illa reyndist

afls von þaðan honum,

fyr lét Hákon hörfa

hvatt, segr hinn, er það fegrir.


Haraldur konungur var þá nótt að skipum sínum, það sem eftir
var, en um morguninn er ljóst var þá var ís lagður allt um
skipin svo þykkur að ganga mátti umhverfis skipin. Þá bað
konungur sína menn að þeir skyldu höggva ísinn frá skipunum
og út í vatnið. Gengu menn þá til og réðu á íshöggið. Magnús
sonur Haralds konungs stýrði skipi því er neðast lá í móðunni
og næst út vatninu. En er menn höfðu mjög út höggvið ísinn þá
hljóp maður út eftir ísinum þar til er höggva skyldi og lét
síðan sem óður væri og galinn að íshögginu.Þá mælti maður: "Nú er enn sem oftar að engi er jafnliðgóður,
hvar sem hann gengur til, sem hann Hallur Koðránsbani. Sjá nú
hversu hann höggur ísinn."En maður sá var á skipi Magnúss er Þormóður hét Eindriðason.
En er hann heyrði nefndan Koðránsbana þá hljóp hann að Halli
og hjó hann banahögg. Koðrán var Guðmundarson Eyjólfssonar en
Valgerður var systir Guðmundar, móðir Jórunnar, móður
Þormóðar. Þormóður var veturgamall þá er Koðrán var veginn og
hafði hann aldrei séð Hall Ótryggsson fyrr en þá.Þá var og ísinn út höggvinn í vatnið og lagði Magnús sitt
skip út í vatnið og tók þegar til segls og sigldi vestur yfir
vatnið en konungsskip lá innast í vökinni og komst hann
seinst út. Hallur hafði verið í sveit konungs og honum allkær
og var hann hinn reiðasti. Konungur kom síð til hafnar. Hafði
Magnús þá skotið vegandanum í skóg og bauð boð fyrir hann en
við sjálft var að konungur mundi ganga að þeim Magnúsi áður
vinir þeirra komu til og sættu þá.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.