Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HSig ch. 64

Haralds saga Sigurðssonar 64 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HSig ch. 64)

HeimskringlaHaralds saga Sigurðssonar
636465

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Hákon jarl lá með sitt skip eftir er konungur og annað lið
rak flóttann því að jarls skip mátti eigi þar fram fara fyrir
skipum þeim er fyrir voru. Þá reri einn maður á báti að skipi
jarls og lagði að lyftingu. Sá var mikill maður og hafði
víðan hött.Sá kallar upp á skipið: "Hvar er jarl?"Hann var í fyrirrúmi og stöðvaði blóð manni einum. Jarl sá
til hattarmannsins og spurði hann að nafni.Hann segir: "Vandráður er hér. Mæl þú við mig jarl."Jarlinn laut út yfir borðið til hans.Þá mælti bátmaðurinn: "Þiggja mun eg líf að þér ef þú vilt
veita."Jarl reis upp og nefndi til tvo menn sína þá er honum voru
báðir kærir, segir svo: "Stígið á bátinn og flytjið Vandráð
til lands. Fylgið honum til Karls bónda vinar míns. Segið
honum það til jartegna að hann fái Vandráði hest þann er eg
gaf Karli fyrra dag og söðul sinn og son sinn til fylgdar."Síðan stigu þeir á bátinn og taka til ára en Vandráður
stýrði. Þetta var í brum lýsingarinnar. Var þá og sem mestur
skipagangur, reru sumir til landsins, sumir út til hafsins
bæði smám skipum og stórum. Vandráður stýrði þar er honum
þótti rýmst milli skipanna. En þar sem Norðmanna skip reru
nær þeim þá sögðu jarlsmenn til sín og létu allir þá fara
hvert er þeir vildu. Vandráður stýrði fram með ströndunni og
lagði eigi að landi fyrr en þeir komu um fram það er
skipafjöldinn var.Síðan gengu þeir upp til bæjar Karls og tók þá að lýsa. Þeir
gengu inn í stofu. Var Karl þar og nýklæddur. Jarlsmenn sögðu
honum erindi sín. Karl mælti, sagði að þeir skyldu snæða
fyrst og lét setja þeim borð og fékk þeim laugar.Þá kom húsfreyja í stofu og mælti þegar: "Undur mikið er það
er vér fáum aldrei svefn eða ró í nótt fyrir ópi eða glammi."Karl svarar: "Veistu eigi það að konungar hafa barist í
nátt?"Hún spurði: "Hvor hefir betur haft?"Karl svarar: "Norðmenn hafa sigrast.""Flúið mun enn hafa konungurinn vor," segir hún.Karl svarar: "Eigi vita menn það hvort hann hefir fallið eða
flúið."Hún mælti: "Vesöl erum vér konungs. Hann er bæði haltur og
ragur."Þá mælti Vandráður: "Eigi mun konungur ragur en ekki er hann
sigursæll."Vandráður tók síðast laugarnar en er hann tók dúkinn þá
strauk hann sér á miðjum. Húsfreyja tók dúkinn og kippti frá
honum.Hún mælti: "Fátt gott kanntu þér. Það er þorparlegt að væta
allan dúkinn senn."Síðan tók Karl upp borð fyrir þá og settist Vandráður í
miðju. Snæddu þeir um hríð en síðan gengu þeir út. Var þá
hestur búinn og karlsson að fylgja honum og hafði hann annan
hest. Ríða þeir brott til skógar en jarlsmenn gengu til báts
síns og róa út til jarlsskipsins.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.