Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HSig ch. 63

Haralds saga Sigurðssonar 63 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HSig ch. 63)

HeimskringlaHaralds saga Sigurðssonar
626364

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Haraldur konungur lét blása herblástur þegar er hann hafði
búin skip sín og lét þá greiða atróður sína menn.Svo segir Steinn Herdísarson:Vann fyrir móðu mynni

meinfært Haraldr Sveini.

Varð, því að vísi gerðit,

viðrnám, friðar biðja.

Herðu hjörvi gyrðir

Halland jöfurs spjallar,

heit blés und fyr utan,

atróðr, á sjá blóði.


Síðan tókst orusta og var hin snarpasta. Eggjar hvortveggi
sitt lið.Svo segir Steinn Herdísarson:Nýtr bað skjöldungr skjóta,

skammt var liðs á miðli,

hlífar styggr og höggva

hvortveggi lið seggja.

Bæði fló þá er blóði

brandr hrauð af sér rauðu,

þat brá feigra flotna

fjörvi, grjót og örvar.


Það var síðarla dags er orusta seig saman og hélst svo alla
nóttina. Haraldur konungur skaut af boga langa hríð.Svo segir Þjóðólfur:Álm dró upplenskr hilmir

alla nótt hinn snjalli.

Hremsur lét á hvítar

hlífr landreki drífa.

Brynmönnum smó benjar

blóðugr oddr þar er stóðu,

flugr óx Fáfnis vigra,

Finna gjöld í skjöldum.


Hákon jarl og það lið er honum fylgdi tengdi ekki sín skip og
reri að Dana skipum þeim er laus fóru en hvert skip er hann
tengdist við þá hrauð hann. En er það fundu Danir þá dró hver
þeirra frá sitt skip þar er jarl fór. Sótti hann eftir Dönum
svo sem þeir hömluðu undan og var þeim þá að komið flótta. Þá
reri skúta að skipi jarls og var kallað á hann, sagt að
fyrirléti annar fylkingararmurinn og þar var fallið mart lið
þeirra. Síðan reri jarl þannug til og veitti þar harða
atgöngu svo að Danir létu þá enn undan síga. Fór jarl svo
alla nóttina, lagði þar fram sem mest var þörf en hvar sem
hann kom fram þá hélt ekki við honum. Hákon reri hið ytra um
bardagann. Hinn efra hlut nætur brast meginflóttinn á Dönum
því að þá hafði Haraldur konungur upp gengið með sína sveit á
skip Sveins konungs. Var það svo vendilega hroðið að allir
menn féllu í skipinu nema þeir er á kaf hljópu.Svo segir Arnór jarlaskáld:Gekkat Sveinn af snekkju

saklaust hinn forhrausti,

málmr kom harðr við hjálma

hugi minn er það, sinni.

Farskostr hlaut að fljóta

fljótmælts vinar Jóta,

áðr en öðlingr flýði,

auðr, frá verðung dauðri.


En er merki Sveins konungs var fallið og autt skip hans þá
flýðu allir hans menn en sumir féllu. En á þeim skipum er
tengd voru, hljópu menn þar á kaf en sumir komust á önnur
skip þau er laus voru. En allir Sveins menn reru þá undan,
þeir er því komu við. Þar varð allmikið mannfall. En þar er
konungarnir sjálfir höfðu barist og tengd voru flest skipin,
þar lágu eftir auð skip Sveins konungs meir en sjö tigir.Svo segir Þjóðólfur:Sogns kváðu gram gegnan

glæst, sjö tigi hið fæsta,

senn á svipstund einni

Sveins þjóðar skip hrjóða.


Haraldur konungur reri eftir Dönum og rak þá en það var eigi
hægt því að skipafloti var svo þröngur fyrir að varla mátti
fram koma. Finnur jarl vildi eigi flýja og var hann
handtekinn. Hann var og lítt sýndur.Svo segir Þjóðólfur:Sveinn át sigr að launa

sex, þeim er hvöt vexa

innan eina gunni

örleiks, Dana jörlum.

Varð, sá er vildit forða,

vígbjartr, snöru hjarta,

í fylkingu fenginn

Fiðr Árnason miðri.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.