Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HSig ch. 49

Haralds saga Sigurðssonar 49 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HSig ch. 49)

HeimskringlaHaralds saga Sigurðssonar
484950

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Ásmundur er maður nefndur er sagt er að væri systurson Sveins
konungs og fósturson hans. Ásmundur var allra manna
gervilegastur. Unni konungur honum mikið. En er Ásmundur
dróst á legg var hann brátt ofstopamaður mikill og hann
gerðist vígamaður. Konungi líkaði það illa og lét hann fara
frá sér, fékk honum lén gott, það er hann mátti vel halda sig
og sveit með sér.



En þegar er Ásmundur tók við konungsfé dró hann lið mikið að
sér. En honum entist ekki það fé til síns kostnaðar er
konungur hafði veitt honum. Þá tók hann annað miklu meira,
það er konungur átti.



En er konungur spurði það þá stefndi hann Ásmundi á fund
sinn. En er þeir hittust þá segir konungur að Ásmundur skyldi
vera í hirð hans og hafa enga sveit og varð svo að vera sem
konungur vildi. En er Ásmundur hafði verið litla hríð með
konungi þá undi hann ekki þar og hljópst í brott um nótt og
kom aftur til sveitar sinnar og gerði þá enn fleira illt en
fyrr.



En er konungur reið yfir land og kom þar nær sem Ásmundur var
þá sendi hann lið til að taka Ásmund með valdi. Síðan lét
konungur setja hann í járn og halda hann svo um hríð og hugði
að hann mundi spekjast.



En er Ásmundur kom úr járni þá hljóp hann þegar í brott og
fékk sér lið og herskip, tók hann þá og herjaði bæði
utanlands og innanlands og gerði hið mesta hervirki, drap
mart manna og rændi víða. En þeir menn er fyrir þessum ófriði
urðu komu til konungs og kærðu skaða sinn fyrir honum.



Hann svarar: "Hvað segið þér mér til þess? Hví farið þér eigi
til Hákonar Ívarssonar? Hann er hér landvarnarmaður minn og
til þess settur að friða fyrir yður bóndum en hegna víkingum.
Var mér sagt að Hákon væri djarfur maður og frækn en nú líst
mér sem hann vilji hvergi þar til leggja er honum þykir
mannhætta í vera."



Þessi orð konungs voru flutt til Hákonar og mörgum við aukið.



Síðan fór Hákon með liði sínu að leita Ásmundar. Varð fundur
þeirra á skipum. Lagði Hákon þegar til orustu. Varð þar hörð
orusta og mikil. Hákon gekk upp á skip Ásmundar og hrauð
skipið. Kom svo að þeir Ásmundur skiptust sjálfir vopnum við
og höggum. Þar féll Ásmundur. Hákon hjó höfuð af honum.



Síðan fór Hákon skyndilega á fund Sveins konungs og kom svo
til hans að konungur sat um matborði. Hákon gekk fyrir borðið
og lagði höfuðið á borðið fyrir konunginn og spurði ef hann
kenndi. Konungur svaraði engu og var dreyrrauður á að sjá.
Síðan gekk Hákon í brott.



Litlu síðar sendi konungur menn til hans og bað hann fara í
brott úr sinni þjónustu: "Segið að eg vil ekki mein gera
honum en ekki má eg gæta frænda vorra allra."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.