Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HSig ch. 34

Haralds saga Sigurðssonar 34 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HSig ch. 34)

HeimskringlaHaralds saga Sigurðssonar
333435

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Sveinn konungur réð fyrir öllu Danaveldi síðan er Magnús
konungur andaðist. Hann sat um kyrrt á vetrum en lá úti með
almenning á sumrum og heitaðist að fara norður í Noreg með
Danaher og gera þar eigi minna illt en Haraldur konungur
gerði í Danaveldi. Sveinn konungur bauð Haraldi konungi um
veturinn að þeir skyldu finnast um sumarið eftir í Elfinni og
berjast þar til þrautar eða sættast ella. Þá tóku
hvorirtveggju allan veturinn að búa skip sín og hafa úti
hálfan almenning báðir eftir um sumarið.



Það sumar kom utan af Íslandi Þorleikur fagri og tók að yrkja
flokk um Svein konung Úlfsson. Hann spurði þá er hann kom
norður í Noreg að Haraldur konungur var farinn suður til
Elfar móti Sveini konungi.



Þá kvað Þorleikur þetta:



Von er að vísa kænan

vígs á Rakna stígu

ört í odda snertu

Innþrænda lið finni.

Þar má enn hvor annan

öndu nemr eða löndum,

lítt hyggr Sveinn á sáttir

sjaldfestar, guð valda.


Og enn kvað hann þetta:



Færir reiðr, sá er rauða

rönd hefir oft fyr landi,

breið á Buðla slóðir

borðraukn Haraldr norðan,

en lauks um sjá sækja

Sveins fagrdrifin steini

glæsidýr, þess er geira,

gullmunnuð, rýðr, sunnan.


Haraldur konungur kom til ákveðinnar stefnu með her sinn. Þá
spurði hann að Sveinn konungur lá suður við Sjáland með flota
sínum. Þá skipti Haraldur konungur liði sínu, lét aftur fara
flestan bóndaherinn. Hann fór með hirð sinni og lendum mönnum
og vildarliðinu og það allt af bóndaliðinu er næst var Dönum.
Þeir fóru suður til Jótlands fyrir sunnan Vendilskaga, svo
suður um Þjóðu, fóru þar allt herskildi.



Svo segir Stúfur skáld:



Flýðu þeir á Þjóðu

þengils fund af stundu.

Stórt réð hugprútt hjarta.

Haralds önd ofar löndum.


Allt fóru þeir suður til Heiðabýjar, tóku kaupstaðinn og
brenndu.



Þá ortu menn Haralds konungs þetta:



Brenndr var upp með endum

allr, en það má kalla

hraustlegt bragð, er eg hugði,

Heiðabær af reiði.

Von er að vinnum Sveini,

vask í nótt fyr óttu,

gaus hár logi úr húsum,

harm, á borgararmi.


Þessa getur Þorleikur og í sínum flokki þá er hann hafði
spurt að engi hafði tekist orusta við Elfina:



Hve hefir til Heiðabæjar

heiftgjarn konungr árnað,

fólk-Rögnir getr fregna

fylkis sveit, hinn er veitat,

þá er til þengils býjar

þarflaust Haraldr austan

ár það er án um væri,

endr byrskíðum renndi.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.