Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HSig ch. 10

Haralds saga Sigurðssonar 10 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HSig ch. 10)

HeimskringlaHaralds saga Sigurðssonar
91011

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Sú var hin fjórða borg, er Haraldur kom til með her sinn, er
mest var af öllum þeim er áður var frá sagt. Hún var og svo
sterk að þeir sáu enga von vera að þeir fengju hana brotið.
Síðan sátu þeir um borgina og gerðu umsátir svo að engi föng
mátti flytja til borgarinnar.



En er þeir höfðu litla hríð dvalist þá fékk Haraldur sjúkleik
svo að hann lagðist í rekkju. Lét hann setja sitt landtjald
brott frá öðrum herbúðum því að honum þótti sér það ró að
heyra eigi gný og glaum herliðsins. Menn hans komu tíðum með
flokka til hans og frá og spyrja hann ráðagerðar.



Það sáu borgarmenn að nokkurar nýlundur voru með Væringjum.
Gerðu þeir til njósnarmenn að forvitnast hverju slíkt mundi
gegna. En er njósnarmenn komu aftur til borgarinnar þá kunnu
þeir segja þau tíðindi að höfðingi Væringja væri sjúkur og
fyrir þá sök var engi atsókn til borgar. En er svo hafði
liðið fram um hríð þá minnkaði mátt Haralds. Gerðust þá hans
menn mjög hugsjúkir og daprir. Slíkt allt spurðu borgarmenn.
Þar kom að svo þröngdi sótt Haraldi að andlát hans var sagt
um allan herinn. Síðan fóru Væringjar til tals við borgarmenn
og segja þeim líflát höfðingja síns, báðu kennimenn veita
honum gröft í borginni.



En er borgarmenn spurðu þessi tíðindi þá voru þeir margir er
þar réðu fyrir klaustrum eða öðrum stórstöðum í borginni, þá
vildi hver gjarna það lík hafa til sinnar kirkju því að þeir
vissu að þar mundi fylgja offur mikið.



Skrýddist þá allur fjöldi kennimanna og gekk út úr borginni
með skrín og helga dóma og gerðu fagra prósessíu. En
Væringjar gerðu og mikla líkferð. Var þá líkkistan borin hátt
og tjaldað yfir pellum, borin þar yfir merki mörg. En er
slíkt var borið inn um borgarhliðið þá skutu þeir niður
kistunni um þvert hliðið borgarinnar fyrir hurðirnar. Blésu
þá Væringjar í alla lúðra sína herblástur og brugðu
sverðunum. Þusti þá allur Væringjaher úr herbúðunum með
alvæpni og hljópu þá til borgarinnar með ópi og kalli. En
munkar og aðrir kennimenn, þeir er út höfðu gengið í líkferð
þessa, kepptust hvorir við aðra að fyrstir og fremstir vildu
út ganga að taka við offrinu, þá var þeim nú hálfu meira kapp
á því að vera sem first Væringjum því að þeir drápu hvern
þann er þeim var næst, hvort er hann var klerkur eða óvígður.
Væringjar gengu svo um alla borgina þessa að þeir drápu
mannfólkið en rændu alla staði í borginni og tóku þar ógrynni
fjár.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.