Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HSig ch. 4

Haralds saga Sigurðssonar 4 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HSig ch. 4)

HeimskringlaHaralds saga Sigurðssonar
345

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það var eitthvert sinn, er þeir höfðu farið um land og skyldu
taka sér náttból við skóga nokkura, og komu Væringjar fyrstir
til náttstaðar og völdu þeir sér tjaldstaði þá er þeir sáu
besta og hæst lágu því að þar er svo háttað að land er blautt
og þegar er regn koma þar, þá er illt að búa þar er lágt
liggur. Þá kom Gyrgir, höfðingi hersins, og er hann sá hvar
Væringjar höfðu tjaldað bað hann þá í brott fara og tjalda í
öðrum stað, segir að hann vill þar tjalda.



Haraldur segir svo: "Ef þér komið fyrri til náttbóls þá takið
þér yður náttstað. Þá munum vér þar tjalda í öðrum stað þar
sem oss líkar. Gerið þér nú og svo, tjaldið þar sem þér
viljið í öðrum stað. Hugði eg að það væri réttur Væringja hér
í veldi Grikkjakonungs að þeir skulu vera sjálfráða og
frjálsir um alla hluti fyrir öllum mönnum en vera konungi
einum og drottningu þjónustuskyldir."



Þreyttu þeir þetta með kappmæli þar til er hvorirtveggju
vopnuðust. Var þá við sjálft að þeir mundu berjast. Komu þá
til hinir vitrustu menn og skildu þá. Sögðu þeir svo að betur
var fallið að þeir sættust um þetta mál og gerðu skipan á með
sér glögglega svo að eigi þyrfti oftar slíka deilu um. Var þá
stefnulagi á komið með þeim og skipuðu hinir bestu menn og
hinir vitrustu. En á þeirri stefnu réðu þeir það svo, að samt
kom með öllum að hluti skyldi í skaut bera og hluta með
Grikkjum og Væringjum hvorir fyrri skyldu ríða eða róa eða
til hafnar leggja og kjósa um tjaldstaði. Skyldi því
hvortveggi una þá sem hlutur segði. Síðan voru hlutir gervir
og markaðir.



Þá mælti Haraldur við Gyrgi: "Eg vil sjá hversu þú markar
þinn hlut að eigi mörkum við á eina lund báðir."



Hann gerði svo. Síðan markaði Haraldur sinn hlut og kastaði í
skautið og svo báðir þeir.



En sá maður er hlutinn skyldi upp taka þá tók hann upp annan
og hélt milli fingra sér og brá upp hendinni og mælti:
"Þessir skulu fyrri ríða og róa og til hafnar leggja og kjósa
sér tjaldstaði."



Haraldur greip til handarinnar og tók hlutinn og kastaði út á
sjá.



Síðan mælti hann: "Þessi var vor hlutur."



Gyrgir segir: "Hví léstu eigi sjá fleiri menn?"



"Sjá nú," segir Haraldur, "þann er eftir er. Muntu þar kenna
þitt mark."



Síðan var athugað um þann hlutinn og kenndu allir þar mark
Gyrgis. Var það dæmt að Væringjar skyldu kjörna kosti hafa um
allt það er þeir þreyttu um. Fleiri hlutir urðu til þess er
þeir urðu eigi ásáttir og hlaust jafnan svo að Haraldur hafði
sitt mál.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.