Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HHárf ch. 26

Haralds saga hárfagra 26 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HHárf ch. 26)

HeimskringlaHaralds saga hárfagra
252627

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Haraldur konungur fór einn vetur að veislum um Upplönd og lét
búa sér til jólaveislu á Þoptum. Jólaaftan kom Svási fyrir
dyr þá er konungur sat yfir borði og sendi konungi boð að
hann skyldi út ganga til hans.



En konungur brást reiður við þeim sendiboðum og bar hinn sami
maður reiði konungs út sem honum hafði borið inn boðin. En
Svási bað bera eigi að síður annað sinn erindið og kvað sig
vera þann Finninn er konungur hafði játað að setja gamma sinn
annan veg brekkunnar þar.



En konungur gekk út og varð honum þess játsi, að fara heim
með honum, og gekk yfir brekkuna með áeggjan sumra sinna
manna þótt sumir lettu.



Þar stóð upp Snæfríður dóttir Svása, kvinna fríðust, og
byrlaði konungi ker fullt mjaðar en hann tók allt saman og
hönd hennar og þegar var sem eldshiti kæmi í hörund hans og
vildi þegar hafa samræði við hana á þeirri nótt. En Svási
sagði að það mundi eigi vera nema að honum nauðgum nema
konungur festi hana og fengi að lögum en konungur festi
Snæfríði og fékk og unni svo með ærslum að ríki sitt og allt
það er honum byrjaði, þá fyrirlét hann.



Þau áttu fjóra sonu. Einn var Sigurður hrísi, Hálfdan
háleggur, Guðröður ljómi, Rögnvaldur réttilbeini.



Síðan dó Snæfríður en litur hennar skipaðist á engan veg. Var
hún jafnrjóð sem þá er hún var kvik. Konungur sat æ yfir
henni og hugði að hún mundi lifna. Fór svo fram þrjá vetur að
hann syrgði hana dauða en allur landslýður syrgði hann
villtan.



En þessa villu að lægja kom til læknar Þorleifur spaki er með
viti lægði þá villu fyrst með eftirmæli með þessum hætti:
"Eigi er konungur kynlegt að þú munir svo fríða konu og
kynstóra og tignir hana á dúni og á guðvefi sem hún bað þig.
En tign þín er þó minni en hæfir og hennar í því að hún
liggur of lengi í sama fatnaði og er miklu sannlegra að hún
sé hrærð og sé skipt undir henni klæðum."



En þegar er hún var hrærð úr rekkjunni þá slær ýldu og
óþefjani og hvers kyns illum fnyk af líkamanum. Var þá hvatað
að báli og var hún brennd. Blánaði áður allur líkaminn og
ullu úr ormar og eðlur, froskar og pöddur og alls kyns
illyrmi. Seig hún svo í ösku en konungurinn steig til visku
og hugði af heimsku, stýrði síðan ríki sínu og styrktist,
gladdist hann af þegnum sínum en þegnar af honum en ríkið af
hvorutveggja.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.