Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HHárf ch. 19

Haralds saga hárfagra 19 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HHárf ch. 19)

HeimskringlaHaralds saga hárfagra
181920

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Tíðindi þau spurðust sunnan úr landi að Hörðar og Rygir,
Egðir og Þilir söfnuðust saman og gerðu uppreist, bæði að
skipum og vopnum og fjölmenni. Voru þeir upphafsmenn Eiríkur
Hörðalandskonungur, Súlki konungur af Rogalandi og Sóti jarl
bróðir hans, Kjötvi hinn auðgi konungur af Ögðum og Þórir
haklangur sonur hans, af Þelamörk bræður tveir, Hróaldur
hryggur og Haddur hinn harði.



En er Haraldur konungur varð þessa tíðinda vís þá dró hann
her saman og skaut skipum á vatn, bjóst síðan með liðið og
fer með landi suður og hafði mart manna úr hverju fylki. En
er hann kemur suður um Stað þá spyr það Eiríkur konungur.
Hafði hann þá og saman komið því liði er honum var von. Fer
hann þá suður í móti því liði er hann vissi að austan mundi
koma til fulltings við hann. Mættist þá herinn allur fyrir
norðan Jaðar og leggja þá inn til Hafursfjarðar.



Þar lá þá fyrir Haraldur konungur með her sinn. Tekst þar
þegar orusta mikil, var bæði hörð og löng. En að lyktum var
það að Haraldur konungur hafði sigur en þar féllu þeir
Eiríkur konungur og Súlki konungur og Sóti jarl bróðir hans.
Þórir haklangur hafði lagt skip sitt í móti skipi Haralds
konungs. Og var Þórir berserkur mikill. Var þar allhörð
atsókn áður Þórir haklangur féll. Var þá hroðið allt skip
hans. Þá flýði Kjötvi konungur og í hólma nokkurn þar er vígi
var mikið. Síðan flýði allt lið þeirra, sumt á skipum en sumt
hljóp á land upp og svo hið efra suður um Jaðar.



Svo segir Hornklofi:



Heyrðir þú í Hafrsfirði,

hve hisig barðist

konungr hinn kynstóri

við Kjötva hinn auðlagða.

Knerrir komu austan,

kapps um lystir,

með gínöndum höfðum

og gröfnum tinglum.




Hlaðnir voru þeir hölda

og hvítra skjalda,

vigra vestrænna

og valskra sverða.

Grenjuðu berserkir,

Gunnr var þeim á sinnum,

emjuðu úlfhéðnar

og ísörn glumdu.




Freistuðu hins framráða,

er þeim flýja kenndi,

allvaldr Austmanna,

er býr að Útsteini.

Stöðum nökkva brá stillir

er honum var styrjar væni.

Hlömmun var á hlífum

áðr Haklangr félli.




Leiddist þá fyr Lúfu

landi að halda

hilmi hinum hálsdigra,

hólm lét sér að skjaldi.

Slógust undir sessþiljur,

er sárir voru,

létu upp stjölu stúpa,

stungu í kjöl höfðum.




Á baki létu blíkja,

barðir voru grjóti,

Sváfnis salnæfrar

seggir hyggjandi.

Æstust austkylfur

og um Jaðar hljópu

heim úr Hafursfirði

og hugðu á mjöðdrykkju.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.