Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HHárf ch. 11

Haralds saga hárfagra 11 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HHárf ch. 11)

HeimskringlaHaralds saga hárfagra
101112

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):En um vorið bjó Haraldur konungur her mikinn úr Þrándheimi og
sagði að þeim her mundi hann stefna á Sunn-Mæri. Sölvi klofi
hafði um veturinn legið úti á herskipum og hafði herjað um
Norð-Mæri og drepið mart manna fyrir Haraldi konungi en rænda
suma og brennt fyrir sumum og gert hið mesta hervirki, en
stundum of veturinn var hann á Sunn-Mæri með Arnviði konungi
frænda sínum. En er þeir spurðu að Haraldur konungur var á
skip kominn og hafði her mikinn þá safna þeir liði og verða
fjölmennir því að margir þóttust eiga að gjalda Haraldi
konungi heiftir.Sölvi klofi fór suður í Fjörðu á fund Auðbjarnar konungs er
þar réð fyrir og bað hann liðs að hann skyldi fara við her
sinn til styrks við þá Arnvið konung, "er þá eigi ólíklegt að
vor ferð takist vel ef vér rísum allir í mót Haraldi konungi
því að vér höfum þá ærinn styrk og má auðna ráða sigri. Hinn
er annar kostur, og er það þó engi kostur þeim mönnum er eigi
eru ótignari en Haraldur konungur, að gerast þrælar hans.
Betri þótti föður mínum sá kostur að falla í bardaga í
konungdómi sínum en ganga sjálfkrafa í þjónustu við Harald
konung eða þola eigi vopn sem Naumdælakonungar gerðu."Kom Sölvi svo ræðu sinni að Auðbjörn konungur hét ferðinni.
Dró hann þá her saman og fór norður til fundar við Arnvið
konung. Höfðu þeir þá allmikinn her. Þeir spurðu þá að
Haraldur konungur var norðan kominn. Þeir hittust fyrir innan
Sólskel.Það var siðvenja er menn börðust á skipum að tengja skyldi
skipin og berjast um stafna. Var þar svo gert.Haraldur konungur lagði sitt skip móti skipi Arnviðar
konungs. Varð sú orusta hin snarpasta og féll mart fólk af
hvorumtveggjum. Og að lyktum varð Haraldur konungur svo
reiður og óður að hann gekk fram á rausn á skipi sínu og
barðist þá svo djarflega að allir frambyggjar á skipi
Arnviðar konungs hrukku aftur til siglu en sumir féllu. Gekk
þá Haraldur konungur upp á skip Arnviðar konungs. Leituðu þá
menn Arnviðar konungs til flótta en sjálfur hann féll á skipi
sínu. Þar féll og Auðbjörn konungur en Sölvi kom á flótta.Svo segir Hornklofi:Háði gramr, þar er gnúðu,

geira hregg við seggi,

rauð fnýsti ben blóði,

bengögl í dyn Sköglar

þá er á rausn fyrir ræsi,

réð egglituðr, seggir,

æfr gall hjör við hlífar,

hnigu fjörvanir, sigri.


Þar féllu af Haraldi konungi Ásgautur og Arnbjörn jarlar
hans, og Grjótgarður og Herlaugur mágar hans, synir Hákonar
jarls. Sölvi var síðan víkingur mikill langa hríð og gerði
oftlega mikinn skaða á ríki Haralds konungs.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.