Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HákGóð ch. 19

Hákonar saga góða 19 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HákGóð ch. 19)

HeimskringlaHákonar saga góða
181920

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Hákon konungur var þá á skip kominn og hafði lið mikið. Þá
komu honum tíðindi sunnan úr landi, þau að synir Eiríks
konungs voru komnir sunnan af Danmörk í Víkina og það fylgdi
að þeir höfðu elt af skipum Tryggva konung Ólafsson austur
við Sótanes. Höfðu þeir þá víða herjað í Víkinni og höfðu
margir menn undir þá gengið.



En er konungur spurði þessi tíðindi þá þóttist hann liðs
þurfa. Sendi hann þá orð Sigurði jarli að koma til sín og svo
öðrum höfðingjum þeim er honum var liðs að von. Sigurður jarl
kom til Hákonar konungs og hafði allmikið lið. Voru þar þá
allir Þrændir þeir er um veturinn höfðu mest gengið að
konunginum að pynda hann til blóta. Voru þeir þá allir í sætt
teknir af fortölum Sigurðar jarls.



Fór Hákon konungur þá suður með landi. En er hann kom suður
um Stað þá spurði hann að Eiríkssynir voru þá komnir á
Norður-Agðir. Fóru þá hvorir í móti öðrum. Varð fundur þeirra
á Körmt. Gengu þá hvorir af skipum og börðust á Ögvaldsnesi.
Voru hvorirtveggju allfjölmennir. Varð þar orusta mikil.
Sótti Hákon konungur hart fram og var þar fyrir Guttormur
konungur Eiríksson með sína sveit og eigast þeir höggvaskipti
við. Þar féll Guttormur konungur og var merki hans niður
höggvið. Féll þar þá mart lið um hann. Því næst kom flótti í
lið Eiríkssona og flýðu þeir til skipanna og reru í brott og
höfðu látið mikið lið.



Þess getur Guttormur sindri:



Val-Rögnir lét vegnum

vígnestr saman bresta

handar vafs of höfðum

hlymmildingum gildir.

Þar gekk Njörðr af Nirði

nadds hámána raddar

valbrands víðra landa

vopnunduðum sunda.


Hákon konungur fór til skipa sinna og hélt austur eftir
Gunnhildarsonum. Fóru þá hvorirtveggju sem mest máttu þar til
er þeir komu á Austur-Agðir. Þá sigldu Eiríkssynir á haf og
suður til Jótlands.



Þess getur Guttormur sindri:



Álmdrógar varð ægis

oft sinn, en þess minnumst,

barma öld fyr Baldri

bensíks vita ríkis.

Böðsækir hélt bríkar,

bræðr síns, og rak flæðu

undan allar kindir

Eiríks á haf snekkjum.


Síðan fór Hákon konungur norður aftur til Noregs en
Eiríkssynir dvöldust þá enn í Danmörk langa hríð.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.