Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HákGóð ch. 14

Hákonar saga góða 14 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HákGóð ch. 14)

HeimskringlaHákonar saga góða
131415

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Sigurður Hlaðajarl var hinn mesti blótmaður og svo var Hákon
faðir hans. Hélt Sigurður jarl upp blótveislum öllum af hendi
konungs þar í Þrændalögum.



Það var forn siður þá er blót skyldi vera að allir bændur
skyldu þar koma sem hof var og flytja þannug föng sín, þau er
þeir skyldu hafa meðan veislan stóð. Að veislu þeirri skyldu
allir menn öl eiga. Þar var og drepinn alls konar smali og
svo hross en blóð það allt er þar kom af, þá var kallað hlaut
og hlautbollar það er blóð það stóð í, og hlautteinar, það
var svo gert sem stökklar, með því skyldi rjóða stallana öllu
saman og svo veggi hofsins utan og innan og svo stökkva á
mennina en slátur skyldi sjóða til mannfagnaðar. Eldar skyldu
vera á miðju gólfi í hofinu og þar katlar yfir. Skyldi full
um eld bera en sá er gerði veisluna og höfðingi var, þá
skyldi hann signa fullið og allan blótmatinn. Skyldi fyrst
Óðins full, skyldi það drekka til sigurs og ríkis konungi
sínum, en síðan Njarðar full og Freys full til árs og friðar.
Þá var mörgum mönnum títt að drekka þar næst bragafull. Menn
drukku og full frænda sinna, þeirra er heygðir höfðu verið,
og voru það minni kölluð.



Sigurður jarl var manna örvastur. Hann gerði það verk er
frægt var mjög að hann gerði mikla blótveislu á Hlöðum og
hélt einn upp öllum kostnaði.



Þess getur Kormákur Ögmundarson í Sigurðardrápu:



Hafit maðr ask né eskis

afspring með sér þingað

fésæranda að færa

fets. Véltu goð Þjassa.

Hver muni vés við valdi

vægja kind um bægjast,

því að fúr-Rögni fagnar

fens. Vó gramr til menja.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.