Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HákGóð ch. 13

Hákonar saga góða 13 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HákGóð ch. 13)

HeimskringlaHákonar saga góða
121314

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Hákon konungur var vel kristinn er hann kom í Noreg. En fyrir
því að þar var land allt heiðið og blótskapur mikill og
stórmenni mart, en hann þóttist liðs þurfa mjög og
alþýðuvinsæld, þá tók hann það ráð að fara leynilega með
kristninni, hélt sunnudaga og frjádagaföstu. Hann setti það í
lögum að hefja jólahald þann tíma sem kristnir menn og skyldi
þá hver maður eiga mælis öl en gjalda fé ella og halda
heilagt meðan öl ynnist. En áður var jólahald hafið hökunótt.
Það var miðsvetrarnótt og haldin þriggja nátta jól.Hann ætlaði svo, er hann festist í landinu og hann hefði
frjálslega undir sig lagt allt land, að hafa þá fram
kristniboð. Hann gerði svo fyrst að hann lokkaði þá menn er
honum voru kærstir til kristni. Kom svo með vinsæld hans að
margir létu skírast en sumir létu af blótum. Hann sat löngum
í Þrándheimi því að þar var mestur styrkur landsins.En er Hákon konungur þóttist fengið hafa styrk af nokkurum
ríkismönnum að halda upp kristninni þá sendi hann til
Englands eftir biskupi og öðrum kennimönnum. Og er þeir komu
í Noreg þá gerði Hákon konungur það bert að hann vildi bjóða
kristni um allt land. En Mærir og Raumdælir skutu þannug sínu
máli sem Þrændir voru. Hákon konungur lét þá vígja kirkjur
nokkurar og setti þar presta til.En er hann kom í Þrándheim þá stefndi hann þing við bændur og
bauð þeim kristni. Þeir svara svo að þeir vilja þessu máli
skjóta til Frostaþings og vilja þá að þeir komi úr öllum
fylkjum þeim sem eru í Þrændalögum, segja að þá munu þeir
svara þessu vandmæli.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.