Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HGráf ch. 16

Haralds saga gráfeldar 16 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HGráf ch. 16)

HeimskringlaHaralds saga gráfeldar
1516

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Haraldur konungur og þeir bræður héldu liði sínu norður til
Þrándheims og fengu þar enga mótstöðu, tóku þar skatt og
skyld og allar konungstekjur og létu bændur gjalda stór gjöld
því að konungar höfðu þá langa hríð lítið fé fengið úr
Þrándheimi er Hákon jarl hafði þar setið með fjölmenni miklu
og átt ófrið við konunga.Um haustið fór Haraldur konungur suður í land með það lið
flest er þar átti heimili en Erlingur konungur sat þar eftir
með sínu liði. Hann hafði þá enn miklar krafir við bændur og
gerði harðan rétt þeirra en bændur kurruðu illa og báru eigi
vel skaða sinn.Og um veturinn söfnuðust bændur saman og fá lið mikið, stefna
síðan að Erlingi konungi þar sem hann var á veislu og halda
við hann orustu. Féll Erlingur konungur þar og mikil sveit
manna með honum.Þá er Gunnhildarsynir réðu fyrir Noregi gerðist hallæri mikið
og var því meira að sem þeir höfðu lengur verið yfir landi.
En búendur kenndu það konungum og því með að konungar voru
fégjarnir og varð harður réttur bónda. Svo kom um síðir að
nálega missti landsfólkið víðast korns og fiska. Á
Hálogalandi var svo mikill sultur og seyra að þar óx nálega
ekki korn en snjár lá þá á öllu landi að miðju sumri og bú
allt inn bundið.Svo kvað Eyvindur skáldaspillir, hann kom út og dreif mjög:Snýr á Svölnis váru.

Svo höfum inn sem Finnar

birkihind um bundið

brums að miðju sumri.


Eyvindur orti drápu um alla Íslendinga en þeir launuðu svo að
hver bóndi gaf honum skattpening. Sá stóð þrjá peninga
silfurs vegna og hvítur í skor.En er silfrið kom fram á alþingi þá réðu menn það af að fá
smiða til og skíra silfrið. Síðan var ger af feldardálkur en
þar af var greitt smíðarkaupið. Þá stóð dálkurinn fimm tigu
marka. Hann sendu þeir Eyvindi en Eyvindur lét höggva í
sundur dálkinn og keypti sér bú með.Þá kom og þar um vor við útver nokkur broddur af síld.
Eyvindur skipaði róðrarferju húskörlum sínum og landsbúum og
reri þannug til sem síldin var rekin.Hann kvað:Látum langra nóta

lögsóta verfótum

að spáþernum sporna

sporðfjöðruðum norðan,

vita ef akrmurur jökla,

öl-Gerðr, falar verði,

ítr, þær er upp um róta

unnsvín, vinum mínum.


Og svo vendilega var upp gengið allt lausafé hans er hann
hafði keypt til bús sér að hann keypti síldina með bogaskoti
sínu.Hann kvað:Fengum feldarstinga

fjörð og galt við hjörðu,

þann er álhimins utan

oss lendingar sendu.

Mest seldi eg mínar

við mæörum sævar,

hallærið veldr hvoru,

hlaupsíldr Egils gaupna.


sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.