Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HGráf ch. 9

Haralds saga gráfeldar 9 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HGráf ch. 9)

HeimskringlaHaralds saga gráfeldar
8910

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það var á einu hausti að Hákon jarl fór til Upplanda. En er
hann kom út á Heiðmörk þá kemur þar í móti honum Tryggvi
konungur Ólafsson og Guðröður konungur Bjarnarson. Þar kom og
Dala-Guðbrandur. Þeir áttu stefnulag með sér og sátu lengi á
einmæli en það kom upp að hver þeirra skyldi vera vinur
annars og skiljast síðan. Fór hver heim til síns ríkis.



Þetta spyr Gunnhildur og synir hennar og er þeim grunur á að
þeir muni hafa gert landráð nokkur við konungana. Tala þau
oftlega þetta sín á milli.



En er voraði þá lýsa þeir Haraldur konungur og Guðröður
konungur bróðir hans að þeir munu fara um sumarið í víking
vestur um haf eða í Austurveg sem þeir voru vanir. Þá draga
þeir lið að sér og hrinda skipum á vatn og búast.



En er þeir drukku brottferðaröl sitt þá voru drykkjur miklar
og mart mælt við drykkinn. Þá kom þar er mannjöfnuður varð og
þá var rætt um konunga sjálfa. Mælti maður að Haraldur
konungur væri framast þeirra bræðra að öllum hlutum. Því
reiddist Guðröður mjög, segir svo að hann skal í engu hafa
minna hlut en Haraldur, segir og að hann er búinn að þeir
reyni það. Var þá brátt hvortveggi þeirra reiður svo að hvor
bauð öðrum til vígs og hljópu til vopna. En þeir er vitrir
voru og miður drukknir stöðvuðu þá og hljópu í milli.



Fóru þá hvorir til skipa sinna en engi var von þá að þeir
mættu allir saman fara. Sigldi þá Guðröður austur með landi
en Haraldur stefndi til hafs út, sagði að hann mundi sigla
vestur um haf. En er hann kom út um eyjar þá stefndi hann
austur hafleið með landi.



Guðröður konungur sigldi þjóðleið austur til Víkur og svo
austur yfir Foldina. Þá sendi hann Tryggva konungi orð að
hann skyldi koma til móts við hann og færu þeir báðir um
sumarið í Austurveg að herja. Tryggvi konungur tók því vel og
líklega. Hann spurði að Guðröður hafði lítið lið.



Fór þá Tryggvi konungur á fund hans með eina skútu. Þeir
fundust fyrir vestan Sótanes við Veggina. En er þeir gengu á
málstefnu þá hljópu að menn Guðröðar og drápu Tryggva konung
og tólf menn með honum og liggur hann þar sem nú er kallað
Tryggvahreyr.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.