Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

SnSt, Gylf ch. 49

Snorri Sturluson, Gylfaginning 49 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (SnSt, Gylf ch. 49)

Snorri SturlusonGylfaginning
484950

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þá mælti Gangleri: "Hafa nokkur meiri tíðindi orðið með
ásunum? Allmikið þrekvirki vann Þór í þessari ferð!"



Hár svarar: "Vera mun að segja frá þeim tíðindum er meira
þótti vert ásunum. En það er upphaf þessarar sögu að Baldur
hinn góða dreymdi drauma stóra og hættulega um líf sitt. En
er hann sagði ásunum draumana, þá báru þeir saman ráð sín, og
var það gert að beiða griða Baldri fyrir allskonar háska. Og
Frigg tók svardaga til þess að eira skyldu Baldri eldur og
vatn, járn og allskonar málmur, steinar, jörðin, viðirnir,
sóttirnar, dýrin, fuglarnir, eitur, ormar.



En er þetta var gert og vitað, þá var það skemmtun Baldurs og
ásanna að hann skyldi standa upp á þingum, en allir aðrir
skyldu sumir skjóta á hann, sumir höggva til, sumir berja
grjóti. En hvað sem að var gert sakaði hann ekki, og þótti
þetta öllum mikill frami.



En er þetta sá Loki Laufeyjarson þá líkaði honum illa er
Baldur sakaði ekki. Hann gekk til Fensalar til Friggjar og
brá sér í konu líki. Þá spyr Frigg ef sú kona vissi hvað æsir
höfðust að á þinginu. Hún sagði að allir skutu að Baldri og
það að hann sakaði ekki. Þá mælti Frigg: "Eigi munu vopn eða
viðir granda Baldri. Eiða hef eg þegið af öllum þeim."



Þá spyr konan: "Hafa allir hlutir eiða unnið að eira Baldri?"



Þá svarar Frigg: "Vex viðarteinungur einn fyrir vestan
Valhöll. Sá er mistilteinn kallaður. Sá þótti mér ungur að
krefja eiðsins." Því næst hvarf konan á braut.



En Loki tók mistiltein og sleit upp og gekk til þings. En
Höður stóð utarlega í mannhringnum, því að hann var blindur.
Þá mælti Loki við hann: "Hví skýtur þú ekki að Baldri?" Hann
svarar: "Því að eg sé eigi hvar Baldur er, og það annað að eg
em vopnlaus." Þá mælti Loki: "Gerðu þó í líking annarra manna
og veit Baldri sæmd sem aðrir menn. Eg mun vísa þér til hvar
hann stendur. Skjót að honum vendi þessum."



Höður tók mistiltein og skaut að Baldri að tilvísun Loka.
Flaug skotið í gegnum hann og féll hann dauður til jarðar. Og
hefur það mest óhapp verið unnið með goðum og mönnum.



Þá er Baldur var fallinn þá féllust öllum ásum orðtök og svo
hendur að taka til hans, og sá hver til annars og voru allir
með einum hug til þess er unnið hafði verkið. En enginn mátti
hefna, þar var svo mikill griðastaður.



En þá er æsirnir freistuðu að mæla, þá var hitt þó fyrr að
gráturinn kom upp, svo að enginn mátti öðrum segja með
orðunum frá sínum harmi. En Óðinn bar þeim mun verst þennan
skaða sem hann kunni mesta skyn hversu mikil aftaka og missa
ásunum var í fráfalli Baldurs.



En er goðin vitkuðust þá mælti Frigg og spurði hver sá væri
með ásum er eignast vildi allar ástir hennar og hylli, og
vilji hann ríða á Helveg og freista ef hann fái fundið Baldur
og bjóða Helju úrlausn, ef hún vill láta fara Baldur heim í
Ásgarð. En sá er nefndur Hermóður hinn hvati, sonur Óðins, er
til þeirrar farar varð. Þá var tekinn Sleipnir, hestur Óðins,
og leiddur fram, og steig Hermóður á þann hest og hleypti
braut.



En æsirnir tóku lík Baldurs og fluttu til sævar. Hringhorni
hét skip Baldurs. Hann var allra skipa mestur. Hann vildu
goðin fram setja og gera þar á bálför Baldurs. En skipið gekk
hvergi fram. Þá var sent í Jötunheima eftir gýgi þeirri er
Hyrrokkin hét, en er hún kom og reið vargi og hafði höggorm
að taumum, þá hljóp hún af hestinum, en Óðinn kallaði til
berserki fjóra að gæta hestsins og fengu þeir eigi haldið
nema þeir felldu hann. Þá gekk Hyrrokkin á framstafn nökkvans
og hratt fram í fyrsta viðbragði, svo að eldur hraut úr
hlunnunum og lönd öll skulfu. Þá varð Þór reiður og greip
hamarinn og myndi þá brjóta höfuð hennar áður en goðin öll
báðu henni friðar.



Þá var borið út á skipið lík Baldurs, og er það sá kona hans,
Nanna Nepsdóttir, þá sprakk hún af harmi og dó. Var hún borin
á bálið og slegið í eldi. Þá stóð Þór að og vígði bálið með
Mjöllni, en fyrir fótum hans rann dvergur nokkur, sá er Litur
nefndur, en Þór spyrnti fæti sínum á hann og hratt honum í
eldinn, og brann hann.



Að þessari brennu sótti margskonar þjóð. Fyrst að segja frá
Óðni að með honum fór Frigg og valkyrjur og hrafnar hans. En
Freyr ók í kerru með gelti þeim er Gullinbursti heitir eða
Slíðrugtanni. En Heimdallur reið hesti þeim er Gulltoppur
heitir. En Freyja ók köttum sínum. Þar kemur og mikið fólk
hrímþursa og bergrisar. Óðinn lagði á bálið gullhring þann er
Draupnir heitir. Honum fylgdi síðan sú náttúra að hina níundu
hverja nótt drupu af honum átta gullhringar jafnhöfgir.
Hestur Baldurs var leiddur á bálið með öllu reiði.



En það er að segja frá Hermóði að hann reið níu nætur dökkva
dala og djúpa svo að hann sá ekki fyrr en hann kom til
árinnar Gjallar og reið á Gjallarbrúna. Hún er þökt
lýsigulli. Móðgunnur er nefnd mær sú er gætir brúarinnar. Hún
spurði hann að nafni eða ætt og sagði að hinn fyrri dag riðu
um brúna fimm fylki dauðra manna - "en eigi dynur brúin
minnur undir einum þér, og eigi hefur þú lit dauðra manna.
Hví ríður þú hér á Helveg?" Hann svarar að "eg skal ríða til
Heljar að leita Baldurs. Eða hvort hefur þú nokkuð séð Baldur
á Helvegi?" En hún sagði að Baldur hafði þar riðið um
Gjallarbrú, "en niður og norður liggur Helvegur."



Þá reið Hermóður þar til er hann kom að Helgrindum. Þá sté
hann af hestinum og gyrti hann fast, steig upp og keyrði hann
sporum, en hesturinn hljóp svo hart og yfir grindina að hann
kom hvegi nær. Þá reið Hermóður heim til hallarinnar og steig
af hesti, gekk inn í höllina, sá þar sitja í öndugi Baldur
bróður sinn, og dvaldist Hermóður þar um nóttina. En að
morgni þá beiddist Hermóður af Helju að Baldur skyldi ríða
heim með honum, og sagði hversu mikill grátur var með ásum.
En Hel sagði að það skyldi svo reyna hvort Baldur var svo
ástsæll sem sagt er, og "ef allir hlutir í heiminum, kykvir
og dauðir, gráta hann þá skal hann fara til ása aftur, en
haldast með Helju ef nokkur mælir við eða vill eigi gráta."



Þá stóð Hermóður upp, en Baldur leiðir hann út úr höllinni og
tók hringinn Draupni og sendi Óðni til minja, en Nanna sendi
Frigg rifti og enn fleiri gjafir. Fullu fingurgull. Þá reið
Hermóður aftur leið sína og kom í Ásgarð og sagði öll tíðindi
þau er hann hafði séð og heyrt.



Því næst sendu æsir um allan heim erindreka að biðja að
Baldur væri grátinn úr Helju. En allir gerðu það, mennirnir
og kykvendin og jörðin og steinarnir og tré og allur málmur,
svo sem þú munt séð hafa að þessir hlutir gráta þá er þeir
koma úr frosti og í hita.



Þá er sendimenn fóru heim og höfðu vel rekið sín erindi finna
þeir í helli nokkrum hvar gýgur sat. Hún nefndist Þökk. Þeir
biðja hana gráta Baldur úr Helju. Hún segir:




"Þökk mun gráta

þurrum tárum

Baldurs bálfarar.

Kyks né dauðs

nautka eg karls sonar.

Haldi Hel því er hefir."



En þess geta menn að þar hafi verið Loki Laufeyjarson, er
flest hefur illt gert með ásum."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.