Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

SnSt, Gylf ch. 44

Snorri Sturluson, Gylfaginning 44 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (SnSt, Gylf ch. 44)

Snorri SturlusonGylfaginning
434445

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þá mælti Gangleri: "Gott skip er Skíðblaðnir en allmikil
fjölkynngi mun vera við höfð áður svo fái gert. Hvort hefur
Þór hvergi svo farið að hann hafi hitt fyrir sér svo ríkt eða
rammt að honum hafi ofurefli í verið fyrir afls sakir eða
fjölkynngi?"



Þá mælti Hár: "Fár maður vættir mig að frá því kunni að
segja, en margt hefur honum harðfært þótt. En þótt svo hafi
verið að nokkur hlutur hafi svo verið rammur eða sterkur að
Þór hafi eigi sigur fengið á unnið, þá er eigi skylt að segja
frá, fyrir því að mörg dæmi eru til þess og því eru allir
skyldir að trúa að Þór er máttkastur."



Þá mælti Gangleri: "Svo líst mér sem þess hlutar mun eg yður
spurt hafa er enginn er til fær að segja."



Þá mælti Jafnhár: "Heyrt höfum vér sagt frá þeim atburðum er
oss þykja ótrúlegir að sannir muni vera. En hér mun sá sitja
nær er vita mun sönn tíðindi af að segja og muntu því trúa að
hann mun eigi ljúga nú hið fyrsta sinn er aldrei laug fyrr."



Þá mælti Gangleri: "Hér mun eg standa og hlýða ef nokkur
úrlausn fæst þessa máls. En að öðrum kosti kalla eg yður vera
yfirkomna ef þér kunnið eigi að segja það er eg spyr."



Þá mælti Þriðji: "Auðsýnt er nú að hann vill þessi tíðindi
vita þótt oss þyki eigi fagurt að segja. En þér er að þegja.



Það er upphaf þessa máls að Ökuþór fór með hafra sína og reið
og með honum sá ás er Loki er kallaður. Koma þeir að kveldi
til eins búanda og fá þar náttstað. En um kveldið tók Þór
hafra sína og skar báða. Eftir það voru þeir flegnir og
bornir til ketils. En er soðið var þá settist Þór til
náttverðar og þeir lagsmenn. Þór bauð til matar með sér
búandanum og konu hans og börnum þeirra. Sonur búanda hét
Þjálfi, en Röskva dóttir. Þá lagði Þór hafurstökurnar utar
frá eldinum og mælti að búandi og heimamenn hans skyldu kasta
á hafurstökurnar beinunum. Þjálfi, son búanda, hélt á lærlegg
hafursins og spretti á knífi sínum og braut til mergjar.



Þór dvaldist þar of nóttina. En í óttu fyrir dag stóð hann
upp og klæddi sig, tók hamarinn Mjöllni og brá upp og vígði
hafurstökurnar. Stóðu þá upp hafrarnir og var þá annar haltur
eftra fæti. Það fann Þór og taldi að búandinn eða hans hjón
myndu eigi skynsamlega hafa farið með beinum hafursins.
Kennir hann að brotinn var lærleggurinn.



Eigi þarf langt frá því að segja, vita mega það allir hversu
hræddur búandinn myndi vera er hann sá að Þór lét síga
brýnnar ofan fyrir augun, en það er sá augnanna þá hugðist
hann falla myndu fyrir sjóninni einni samt. Hann herti
hendurnar að hamarsskaftinu svo að hvítnuðu knúarnir. En
búandinn gerði sem von var og öll hjúin, kölluðu ákaflega,
báðu sér friðar, buðu að fyrir kæmi allt það er þau áttu.



En er hann sá hræðslu þeirra þá gekk af honum móðurinn og
sefaðist hann og tók af þeim í sætt börn þeirra, Þjálfa og
Röskvu, og gerðust þau þá skyldir þjónustumenn Þórs og fylgja
þau honum jafnan síðan.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.