Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

SnSt, Gylf ch. 38

Snorri Sturluson, Gylfaginning 38 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (SnSt, Gylf ch. 38)

Snorri SturlusonGylfaginning
373839

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þá mælti Gangleri: "Það segir þú að allir þeir menn er í
orustu hafa fallið frá upphafi heims eru nú komnir til Óðins
í Valhöll. Hvað hefur hann að fá þeim að vistum? Eg hugði að
þar skyldi vera allmikið fjölmenni."Þá svarar Hár: "Satt er það er þú segir. Allmikið fjölmenni
er þar. En miklu fleira skal enn verða, og mun þó of lítið
þykja þá er úlfurinn kemur. En aldrei er svo mikill
mannfjöldi í Valhöll að eigi má þeim endast flesk galtar þess
er Sæhrímnir heitir. Hann er soðinn hvern dag og heill að
aftni. En þessi spurning er nú spyr þú þykir mér líkara að
fáir muni svo vísir vera að hér kunni satt af að segja.
Andhrímnir heitir steikarinn, en Eldhrímnir ketillinn. Svo er
hér sagt:
Andhrímnir lætur

í Eldhrímni

Sæhrímni soðinn,

fleska bast,

en það fáir vita

við hvað einherjar alast."Þá mælti Gangleri: "Hvort hefur Óðinn það sama borðhald sem
einherjar?"Hár segir: "Þá vist er á hans borði stendur gefur hann tveim
úlfum er hann á er svo heita: Geri og Freki. Og enga vist
þarf hann. Vín er honum bæði drykkur og matur. Svo segir hér:
Gera og Freka

seður gunntamiður

hróðigur Herjaföður,

en við vín eitt

vopngöfigur

Óðinn æ lifir.Hrafnar tveir sitja á öxlum honum og segja í eyru honum öll
tíðindi þau er þeir sjá eða heyra. Þeir heita svo: Huginn og
Muninn. Þá sendir hann í dagan að fljúga um allan heim og
koma þeir aftur að dögurðarmáli. Þar af verður hann margra
tíðinda vís. Því kalla menn hann hrafnaguð, svo sem sagt er:
Huginn og Muninn

fljúga hverjan dag

jörmungrund yfir.

Óumk eg Hugin

að hann aftur né komi,

þó sjáumk eg meir um Munin."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.