Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

SnSt, Gylf ch. 35

Snorri Sturluson, Gylfaginning 35 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (SnSt, Gylf ch. 35)

Snorri SturlusonGylfaginning
343536

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Þá mælti Gangleri: "Hverjar eru ásynjurnar?"



Hár segir: "Frigg er æðst. Hún á þann bæ er Fensalir heita og
er hann allveglegur.



Önnur er Sága. Hún býr á Sökkvabekk og er það mikill staður.



Þriðja er Eir. Hún er læknir bestur.



Fjórða er Gefjun. Hún er mær og henni þjóna þær er meyjar
andast.



Fimmta er Fulla. Hún er enn mær og fer laushár og gullband um
höfuð. Hún ber eski Friggjar og gætir skóklæða hennar og veit
launráð með henni.



Freyja er tignust með Frigg. Hún giftist þeim manni er Óður
heitir. Dóttir þeirra heitir Hnoss. Hún er svo fögur að af
hennar nafni eru hnossir kallaðar það er fagurt er og
gersemlegt. Óður fór í braut langar leiðir, en Freyja grætur
eftir, en tár hennar er gull rautt. Freyja á mörg nöfn, en sú
er sök til þess að hún gaf sér ýmis heiti er hún fór með
ókunnum þjóðum að leita Óðs. Hún heitir Mardöll og Hörn,
Gefn, Sýr. Freyja átti brísingamen. Hún er kölluð Vanadís.



Sjöunda Sjöfn. Hún gætir mjög til að snúa hugum manna til
ásta, kvenna og karla. Af hennar nafni er elskhuginn kallaður
sjafni.



Áttunda Lofn. Hún er svo mild og góð til áheita að hún fær
leyfi af Alföður eða Frigg til manna samgangs, kvenna og
karla, þótt áður sé bannað eða þvertekið. Fyrir því er af
hennar nafni lof kallað, og svo það er lofað er mjög af
mönnum.



Níunda Vár. Hún hlýðir á eiða manna og einkamál er veita sín
á milli konur og karlar. Því heita þau mál várar. Hún hefnir
og þeim er brigða.



Tíunda Vör. Hún er vitur og spurul svo að engan hlut má hana
leyna. Það er orðtak að kona verði vör þess er hún verður
vís.



Ellefta syn. Hún gætir dura í höllinni og lýkur fyrir þeim er
eigi skulu inn ganga og hún er sett til varnar á þingum fyrir
þau mál er hún vill ósanna. Því er það orðtak að syn sé fyrir
sett þá er maður neitar.



Tólfta Hlín. Hún er sett til gæslu yfir þeim mönnum er Frigg
vill forða við háska nokkrum. Þaðan af er það orðtak að sá er
forðast hleinir.



Þrettánda Snotra. Hún er vitur og látprúð. Af hennar heiti er
kallað snotur kona eða karlmaður sá er hóflátur er.



Fjórtánda Gná. Hana sendir Frigg í ýmsa heima að erindum
sínum. Hún á þann hest, er rennur loft og lög, er heitir
Hófvarpnir. Það var eitt sinn er hún reið að vanir nokkrir sá
reið hennar í loftinu. Þá mælti einn:




"Hvað er þar flýgur?

Hvað þar fer

eða að lofti líður?"


Hún svarar:




"Né eg flýg,

þó eg fer

og að lofti líðk

á Hófvarpni

þeim er Hamskerpir

gat við Garðrofu."


Af Gnár nafni er svo kallað að það gnæfir er hátt fer.



Sól og Bil eru taldar með ásynjum, en sagt er fyrr frá eðli
þeirra.


sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.