Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

SnSt, Gylf ch. 34

Snorri Sturluson, Gylfaginning 34 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (SnSt, Gylf ch. 34)

Snorri SturlusonGylfaginning
333435

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Enn átti Loki fleiri börn. Angurboða heitir gýgur í
Jötunheimum. Við henni gat Loki þrjú börn. Eitt var
Fenrisúlfur, annað Jörmungandur, það er Miðgarðsormur, þriðja
er Hel.



En er goðin vissu til þess að þessi þrjú systkin fæddust upp
í Jötunheimum og goðin röktu til spádóma að af systkinum
þessum myndi þeim mikið mein og óhapp standa og þótti öllum
mikils ills af væni, fyrst af móðerni og enn verra af
faðerni, þá sendi Alföður til guðin að taka börnin og færa
sér. Og er þau komu til hans, þá kastaði hann orminum í hinn
djúpa sæ er liggur um öll lönd, og óx sá ormur svo að hann
liggur í miðju hafinu of öll lönd og bítur í sporð sér. Hel
kastaði hann í Niflheim og gaf henni vald yfir níu heimum, að
hún skipti öllum vistum með þeim er til hennar voru sendir,
það eru sóttdauðir menn og ellidauðir. Hún á þar mikla
bólstaði og eru garðar hennar forkunnar háir og grindur
stórar. Éljúðnir heitir salur hennar, Hungur diskur hennar,
Sultur knífur hennar, Ganglati þrællinn, Ganglöt ambátt,
Fallandaforað þreskuldur hennar er inn gengur, Kör sæng,
Blíkjandaböl ársali hennar. Hún er blá hálf en hálf með
hörundar lit. Því er hún auðkennd og heldur gnúpleit og
grimmleg.



Úlfinn fæddu æsir heima og hafði Týr einn djarfleik til að
ganga að úlfinum og gefa honum mat. En er guðin sáu hversu
mikið hann óx hvern dag, og allar spár sögðu að hann myndi
vera lagður til skaða þeim, þá fengu æsir það ráð að þeir
gerðu fjötur allsterkan er þeir kölluðu Læðing, og báru hann
til úlfsins og báðu hann reyna afl sitt við fjöturinn. En
úlfinum þótti sér það ekki ofurefli og lét þá fara með sem
þeir vildu. Hið fyrsta sinn er úlfurinn spyrnti við brotnaði
sá fjötur. Svo leystist hann úr Læðingi.



Því næst gerðu æsirnar annan fjötur hálfu sterkari er þeir
kölluðu Dróma, og báðu enn úlfinn reyna þann fjötur og töldu
hann verða myndu ágætan mjög að afli ef slík stórsmíð mætti
eigi halda honum. En úlfurinn hugsaði að þessi fjötur var
sterkur mjög og það með að honum hafði afl vaxið síðan er
hann braut Læðing. Kom það í hug að hann myndi verða að
leggja sig í hættu ef hann skyldi frægur verða, og lét leggja
á sig fjöturinn. Og er æsir töldust búnir, þá hristi úlfurinn
sig og laust fjötrinum á jörðina og knúði fast að, spyrnti
við, braut fjöturinn svo að fjarri flugu brotin. Svo drap
hann sig úr Dróma. Það er síðan haft fyrir orðtak að "leysi
úr Læðingi" eða "drepi úr Dróma" þá er einhver hlutur er
ákaflega sóttur.



Eftir það óttuðust æsirnar að þeir myndu eigi fá bundið
úlfinn. Þá sendi Alföður þann er Skírnir er nefndur,
sendimaður Freys, ofan í Svartálfaheim til dverga nokkurra og
lét gera fjötur þann er Gleipnir heitir. Hann var gjör af sex
hlutum: Af dyn kattarins og af skeggi konunnar og af rótum
bjargsins og af sinum bjarnarins og af anda fisksins og af
fugls hráka. Og þóttú vitir eigi áður þessi tíðindi, þá máttu
nú finna skjótt hér sönn dæmi að eigi er logið að þér: Séð
munt þú hafa að konan hefur ekki skegg, og enginn dynur
verður af hlaupi kattarins, og eigi eru rætur undir bjarginu.
Og það veit trúa mín að jafnsatt er það allt er eg hef sagt
þér, þótt þeir séu sumir hlutir er þú mátt eigi reyna."



Þá mælti Gangleri: "Þetta má eg að vísu skilja að satt er.
Þessa hluti má eg sjá er þú hefur nú til dæma tekið. En
hvernig varð fjöturinn smíðaður?"



Hár segir: "Það kann eg þér vel segja. Fjöturinn varð sléttur
og blautur sem silkiræma en svo traustur og sterkur sem nú
skaltu heyra.



Þá er fjöturinn var færður ásunum þökkuðu þeir vel sendimanni
sitt erindi. Þá fóru æsirnir út í vatn það er Ámsvartnir
heitir, í hólm þann er Lyngvi er kallaður, og kölluðu með sér
úlfinn, sýndu honum silkibandið og báðu hann slíta og kváðu
vera nokkru traustara en líkindi þættu á fyrir digurleiks
sakir, og seldi hver öðrum og treysti með handaafli, og
slitnaði eigi. En þó kváðu þeir úlfinn slíta myndu.



Þá svarar úlfurinn: "Svo líst mér á þennan dregil sem enga
frægð muni eg af hljóta þótt eg slíti í sundur svo mjótt
band. En ef það er gjört með list og vél, þótt það sýnist
lítið, þá kemur það band eigi á mína fætur."



Þá söguð æsirnir að hann mundi skjótt sundur slíta mjótt
silkiband er hann hafði fyrr brotið stóra járnfjötra. "En ef
þú færð eigi þetta band slitið, þá muntu ekki hræða mega
goðin, enda skulum vér þá leysa þig."



Úlfurinn segir: "Ef þér bindið mig svo að eg fæ eigi leyst
mig, þá skollið þér svo að mér mun seint verða að taka af
yður hjálp. Ófús em eg að láta þetta band á mig leggja. En
heldur en þér frýið mér hugar, þá leggi einhver yðar hönd
sína í munn mér að veði að þetta sé falslaust gert."



En hver ásanna sá til annars og þótti nú vera tvö vandræði,
og vildi enginn sína hönd fram selja fyrr en Týr lét fram
hönd sína hægri og leggur í munn úlfinum. En er úlfurinn
spyrnir, þá harðnaði bandið, og því harðar er hann braust um
því skarpara var bandið. Þá hlógu allir nema Týr. Hann lét
hönd sína.



Þá er æsirnir sáu að úlfurinn var bundinn að fullu, þá tóku
þeir festina er úr var fjötrinum, er Gelgja hét, og drógu
hana gegnum hellu mikla, sú heitir Gjöll, og festu helluna
langt í jörð niður. Þá tóku þeir mikinn stein og skutu enn
lengra í jörðina. Sá heitir Þviti, og höfðu þann stein fyrir
festarhælinn.



Úlfurinn gapti ákaflega og fékkst um mjög og vildi bíta þá.
Þeir skutu í munn honum sverði nokkru. Nema hjöltin við neðri
gómi en efri gómi blóðrefill. Það er gómsparri hans. Hann
grenjar illilega og slefa rennur úr munni hans. Það er sú á
er Vón heitir. Þar liggur hann til ragnarökkurs."



Þá mælti Gangleri: "Furðu illa barneign gat Loki. En öll
þessi systkin eru mikil fyrir sér. En fyrir hví drápu æsir
eigi úlfinn er þeim er ills von af honum?"



Hár svarar: "Svo mikils virtu goðin vé sín og griðastaði að
eigi vildu þau saurga þá með blóði úlfsins, þótt svo segi
spárnar að hann muni verða að bana Óðni."

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.