Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

SnSt, Gylf ch. 10b

Snorri Sturluson, Gylfaginning 10b — ed. not skaldic

Not published: do not cite (SnSt, Gylf ch. 10b)

Snorri SturlusonGylfaginning
10b11

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Nörfi eða Narfi hét jötunn er byggði í Jötunheimum. Hann átti dóttur er Nótt hét. Hún var svört og dökk sem hún átti ætt til. Hún var gift þeim manni er Naglfari hét. Þeirra sonur hét Auður. Því næst var hún gift þeim er Annar hét. Jörð hét þeirra dóttir. Síðast átti hana Dellingur. Var hann ása ættar. Var þeirra sonur Dagur. Var hann ljós og fagur eftir faðerni sínu.



Þá tók Alföður Nótt og Dag, son hennar, og gaf þeim tvo hesta og tvær kerrur og setti þau upp á himin, að þau skulu ríða á hverjum tveim dægrum umhverfis jörðina. Ríður Nótt fyrri þeim hesti er kallaður er Hrímfaxi, og að morgni hverjum döggvir hann jörðina með méldropum sínum. Sá hestur er Dagur á heitir Skinfaxi og lýsir allt loft og jörðina af faxi hans."



Þá mælti Gangleri: "Hversu stýrir hann gang sólar og tungls?"



Hár segir: "Sá maður er nefndur Mundilfari er átti tvö börn. Þau voru svo fögur og fríð að hann kallaði annað Mána en dóttur sína Sól og gifti hana þeim manni er Glenur hét. En guðin reiddust þessu ofdrambi og tóku þau systkin og settu upp á himin, létu Sól keyra þá hesta er drógu kerru sólarinnar, þeirrar er guðin höfðu skapað til að lýsa heimana af þeirri síu er flaug úr Múspellsheimi. Þeir hestar heita svo: Árvakur og Alsvinnur. En undir bógum hestanna settu guðin tvo vindbelgi að kæla þá, en í sumum fræðum er það kallað ísarnkol.



Máni stýrir göngu tungls og ræður nýjum og niðum. Hann tók tvö börn af jörðu er svo heita: Bil og Hjúki, er þau gengu frá brunni þeim er Byrgir heitir og báru á öxlum sér sá er heitir Sægur, en stöngin Símul. Viðfinnur er nefndur faðir þeirra. Þessi börn fylgja Mána, svo sem sjá má af jörðu."



Þá mælti Gangleri: "Skjótt fer sólin og nær svo sem hún sé hrædd, og eigi mundi hún þá meir hvata göngunni að hún hræddist bana sinn."



Þá svarar Hár: "Eigi er það undarlegt að hún fari ákaflega. Nær gengur sá er hana sækir, og engan útveg á hún nema renna undan."



Þá mælti Gangleri: "Hver er sá er henni gerir þann ómaka?"



Hár segir: "Það eru tveir úlfar, og heitir sá er eftir henni fer Skoll. Hann hræðist hún og hann mun taka hana. En sá heitir Hati Hróðvitnisson er fyrir henni hleypur og vill hann taka tunglið, og svo mun verða."



Þá mælti Gangleri: "Hver er ætt úlfanna?"



Hár segir: "Gýgur ein býr fyrir austan Miðgarð í þeim skógi er Járnviður heitir. Í þeim skógi byggja þær tröllkonur er Járnviðjur heita. Hin gamla gýgur fæðir að sonum marga jötna og alla í vargs líkjum, og þaðan af eru komnir þessir úlfar. Og svo er sagt að af ættinni verður sá einn máttkastur er kallaður er Mánagarmur. Hann fyllist með fjörvi allra þeirra manna er deyja, og hann gleypir tungl og stökkvir blóði himin og loft öll. Þaðan týnir sól skini sínu og vindar eru þá ókyrrir og gnýja héðan og handan. Svo segir í Völuspá:





Austur býr hin aldna

í Járnviði

og fæðir þar

Fenris kindir;

verður úr þeim öllum

einna nokkur

tungls tjúgari

í trölls hami.





Fyllist fjörvi

feigra manna,

rýður ragna sjöt

rauðum dreyra;

svört verða sólskin

of sumur eftir,

veður öll válynd.

Vituð þér enn eða hvað?"

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.