Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

SnSt, Gylf ch. 8

Snorri Sturluson, Gylfaginning 8 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (SnSt, Gylf ch. 8)

Snorri SturlusonGylfaginning
789

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þá segir Gangleri: "Hvað höfðust þá að Bors synir, ef þú
trúir að þeir séu guð?"



Hár segir: "Eigi er þar lítið af að segja. Þeir tóku Ými og
fluttu í mitt Ginnungagap og gerðu af honum jörðina, af blóði
hans sæinn og vötnin. Jörðin var gjör af holdinu, en björgin
af beinunum. Grjót og urðir gerðu þeir af tönnum og jöxlum og
af þeim beinum er brotin voru."



Þá mælti Jafnhár: "Af því blóði er úr sárum rann og laust
fór, þar af gerðu þeir sjá þann er þeir gyrtu, og festu saman
jörðina og lögðu þann sjá í hring utan um hana, og mun það
flestum manni ófæra þykja að komast þar yfir."



Þá mælti Þriðji: "Tóku þeir og haus hans og gerðu þar af
himin og settu hann upp yfir jörðina með fjórum skautum, og
undir hvert horn settu þeir dverg. Þeir heita svo: Austri,
Vestri, Norðri, Suðri.



Þá tóku þeir síur og gneista þá er lausir fóru og kastað
hafði úr Múspellsheimi og settu á miðjan Ginnungahimin, bæði
ofan og neðan til að lýsa himin og jörð. Þeir gáfu staðar
öllum eldingum, sumum á himni, sumar fóru lausar undir himni,
og settu þó þeim stað og sköpuðu göngu þeim. Svo er sagt í
fornum vísindum að þaðan af voru dægur greind og áratal svo
sem segir í Völuspá:




Sól það né vissi

hvar hún sali átti,

máni það né vissi

hvað hann megins átti,

stjörnur það né vissu

hvar þær staði áttu.



Svo var áður en þetta væri of jörð."



Þá mælti Gangleri: "Þetta eru mikil tíðindi er nú heyri eg.
Furðu mikil smíð er það og haglega gert. Hvernig var jörðin
háttuð?"



Þá svarar Hár: "Hún er kringlótt utan og þar utan um liggur
hinn djúpi sjár, og með þeirri sjávarströndu gáfu þeir lönd
til byggðar jötna ættum. En fyrir innan á jörðunni gerðu þeir
borg umhverfis heim fyrir ófriði jötna, en til þeirrar borgar
höfðu þeir brár Ýmis jötuns og kölluðu þá borg Miðgarð. Þeir
tóku og heila hans og köstuðu í loft og gerðu af skýin svo
sem hér segir:




Úr Ýmis holdi

var jörð of sköpuð,

en úr sveita sjár,

björg úr beinum,

baðmur úr hári,

en úr hausi himinn.




En úr hans brám

gerðu blíð regin

Miðgarð manna sonum,

en úr hans heila

voru þau hin harðmóðgu

ský öll of sköpuð."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.