Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Brand ch. 1

Brands þáttr örva 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Brand ch. 1)

UnattributedBrands þáttr örva
1

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Nú er frá því sagt að á einu sumri kom til Noregs utan af
Íslandi Brandur sonur Vermundar í Vatnsfirði. Hann var
kallaður Brandur hinn örvi. Var honum það sannnefni. Brandur
lagði skipi sínu inn til Niðaróss.



Þjóðólfur skáld var vinur Brands og hafði mart sagt Haraldi
konungi frá Brandi, hve mikill mætismaður hann var og vel að
sér og svo hafði hann mælt Þjóðólfur að honum þætti eigi sýnt
að annar maður væri betur til konungs fallinn í Íslandi fyrir
sakir örleika hans og stórmennsku.



Hann hefir sagt konungi mart frá örleikum hans og mælti
konungur: "Það skal eg nú reyna," segir hann. "Gakk til hans
og bið hann gefa mér skikkju sína."



Þjóðólfur fór og kom inn í skemmu þar er Brandur var fyrir.
Hann stóð á gólfinu og stikaði léreft. Hann var í
skarlatskyrtli og hafði skarlatsskikkju yfir sér og var
bandið uppi á höfðinu. Hann hafði öxi gullrekna í
handarkrikanum.



Þjóðólfur mælti: "Konungur vill þiggja skikkjuna."



Brandur hélt fram verkinu og svaraði engu en hann lét falla
af sér skikkjuna og tekur Þjóðólfur hana upp og færir konungi
og spurði konungur hversu færi með þeim. Hann segir að
Brandur hafði engi orð um, segir síðan hvað hann hafðist að
og svo frá búningi hans.



Konungur mælti: "Víst er sjá maður skapstór og mun vera
mikils háttar maður er honum þótti eigi þurfa orð um að hafa.
Gakk enn og seg að eg vil þiggja að honum öxina þá hina
gullreknu."



Þjóðólfur mælti: "Ekki er mér mikið um herra að fara oftar.
Veit eg eigi hversu hann vill það virða."



"Þú vaktir umræðu um Brand, bæði nú og jafnan," segir
konungur, "enda skaltu nú fara og segja að eg vil þiggja
öxina þá hina gullreknu. Ekki þykir mér hann ör nema hann
gefi."



Fer Þjóðólfur nú til fundar við Brand og segir að konungur
vill þiggja öxina. Hann rétti frá sér öxina og mælti ekki.
Þjóðólfur færir konungi öxina og segir hve fór með þeim.



Konungur mælti: "Meiri von að þessi maður muni vera fleirum
örvari og heldur fénar nú of hríð. Farðu enn og seg að eg vil
hafa kyrtilinn er hann stendur í."



Þjóðólfur segir: "Ekki samir það herra að eg fari oftar."



Konungur mælti: "Þú skalt fara að vísu."



Fer hann enn og kemur í loftið og segir að konungur vill
þiggja kyrtilinn. Brandur bregður þá sýslunni og steypir af
sér kyrtlinum og mælti ekki. Hann sprettir af erminni annarri
og kastar braut síðan kyrtlinum en hefir eftir ermina aðra.
Þjóðólfur tekur hann upp og fer á fund konungs og sýnir honum
kyrtilinn.



Konungur leit á og mælti síðan: "Þessi maður er bæði vitur og
stórlyndur. Auðséð er mér hví hann hefir erminni af sprett.
Honum þykir sem eg eigi eina höndina og þá þó, að þiggja
ávallt en veita aldregi, og farið nú eftir honum."



Og var svo gert og fór Brandur til konungs og þá af honum
góða virðing og fégjafar. Og var þetta gert til raunar við
hann.



sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.