Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Brandkr ch. 1

Brandkrossa þáttr 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Brandkr ch. 1)

UnattributedBrandkrossa þáttr
12

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þar hefjum vér upp Helganna sögu er Ketill þrymur er, því að
vér vitum hann kynsælastan verið hafa þeirra manna er í
þessari sögu er frá sagt. Eru frá honum komnir Síðumenn og
svo Krossvíkingar og svo þeir Droplaugarsynir. Það viljum vér
og segja hversu Helgi Ásbjarnarson er kominn af
landnámsmönnum er göfgastur maður er í þessari sögu að vitra
manna virðingu.Maður hét Hrafnkell. Hann var Hrafnsson. Hann kom út til
Íslands síð landnámatíðar og var í Skriðudal. Hann sofnaði
þar og dreymdi að maður kom að honum og bað hann brottu verða
og upp standa sem skjótast með allt sitt. Hrafnkell vaknaði
og fór þegar í brott á sömu stundu. En því næst hljóp ofan
fjallið allt og varð þar undir göltur og graðungur er
Hrafnkell átti. Það hafði eftir orðið. En hann fór í
Hrafnkelsdal og byggði allan dalinn sínum mönnum, nær tuttugu
bæjum, en hann bjó sjálfur á Steinröðarstöðum. Hann gerðist
brátt höfðingi mikill, ríkur og fjölmennur. Synir Hrafnkels
voru þeir Ásbjörn og Þórir.En er Hrafnkell andaðist tóku þeir synir hans arf eftir hann
að jafnaði. Hlaut Þórir bústað þann er faðir hans hafði átt
en Ásbjörn byggði þann bæ er kallaður var að Lokhillum er nú
heitir að Hrafnkelsstöðum og sat hann þann bæ vel.Ásbjörn átti þá konu er Hallbera hét. Hún var dóttir
Hrollaugs sonar Rögnvalds jarls af Mæri. Þau áttu son þann er
Helgi var kallaður. Helgi fæddist upp. Fálátur var hann og
vel orðstilltur. Lagðist mönnum rómur á hversu hann gerðist.Ásbjörn varð eigi gamall. Þá er hann andaðist tók Helgi arf
eftir hann og bjó nokkura vetur að Lokhillum. Eftir það brá
Helgi búi sínu og seldi svo Hrafnkeli Þórissyni bræðrung
sínum. En hann fór utan og var marga vetur í hernaði, bæði í
Orkneyjum og Noregi með frændum sínum. Helgi var og nokkur
sumur í víkingu og var hinn hraustasti maður en engi
afreksmaður að afli og vígfimi. Eftir það fór Helgi til
Íslands og var bæði gott orðið til fjár og virðingar.
Spak-Bersi bauð Helga til sín og fór hann með honum heim á
Bersastaði.Á þeim sömu misserum kvongaðist Helgi og fékk Oddlaugar
systur Bersa og tókust þar brátt góðar samfarar og miklar
ástir. Þá var Helgi staðfestulaus og var engi þá fús að rísa
upp af sínu landi fyrir Helga.Maður hét Oddur og var kallaður sindri. Hann var auðigur að
fé og ódæll við að eiga. Hann hafði valið sér bústað við
Lagarfljót öðrum megin en Bersastaðir eru og búið þann bæ
vel. Oddur átti konu og son þann er Ósvífur hét. Var það
kallað að hann fylgdi því nafni í skaplyndi. Hann var
farmaður og barst á mikið, leikmaður mikill, háðsamur og
hælinn.Það var einhverju sinni að þeir ræddust við mágarnir Bersi og
Helgi. Spyr Helgi Bersa hvar hann sæi honum bústað eða hvert
ráð hann legði á með honum. Bersi gaf og gott ráð það sem
þeir efndu síðan.Þegar er ís lagði á vatnið þá gekk Helgi á Oddsstaði og gerði
sér kátt við Ósvífur og því næst tókust leikar upp í milli
Oddsstaða og Bersastaða.Maður er nefndur Ótryggur er vistarmaður var á Oddsstöðum.
Hann tók að sækja mjög Ósvífur að leikum og hældist eftir og
sagði hann meir vera hælinn en harðleikinn. En Oddur vó hann
síðan, Ótrygg. Helgi Ásbjarnarson tók við vígsmálinu. Þá
leituðu menn um sættir en engi var kostur annar en Bersi
gerði einn um og varð svo sætt þeirra að Bersi gerði litla
fjársekt en gerði Odd í brott af bústað sínum og úr héraði.
Oddi líkaði stórilla málalok en þó urðu þessi að vera af því
að margir voru honum unnandi ófararinnar.Helgi Ásbjarnarson leysti Oddsstaði aftur til sín og þó við
mikinn óþokka Odds. En þó varð svo að vera að Oddur varð í
brott að fara og er ekki síðan frá honum sagt í þessari sögu
en þó hefir hann mikilmenni kallaður verið.Helgi reisti bú á Oddsstöðum og ætlaði allt til á einum degi
og þangað að færa bú sitt hinn fyrsta fardag. En er Oddur bjó
sína ferð í braut þá lét hann höggva graðung og sjóða. En
hinn fyrsta fardag þá er Oddur var á brott búinn lætur hann
borð setja með endilöngum sætum og var þetta allt
graðungsslátur á borð borið.Gekk þá Oddur þar að svo talandi: "Hér er nú vandlega borð
búið og svo sem hinum kærustu vinum vorum. Þessa veislu gef
eg alla Frey að hann láti eigi þann með minna harmi brott
fara af Oddsstöðum er í minn stað kemur en eg fer nú."Eftir það fór Oddur í brott með allt sitt.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.