Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

BjH ch. 24

Bjarnar saga Hítdœlakappa 24 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (BjH ch. 24)

Anonymous íslendingasögurBjarnar saga Hítdœlakappa
232425

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nokkurum vetrum síðar koma bræður tveir af Hornströndum til
gistingar á Hítarnes til Þórðar og voru þar um nótt. Og um
morgun biðja þeir Þórð ásjá og segja honum hvað þeim var á
höndum.Þórður segir: "Gera mun eg kost á þvílíku við yður."Það var snemma um vorið. Beinir er annar nefndur en annar
Högni. Þeir spyrja hver kosturinn væri."Ekki mun hann nýtilegur þykja," segir Þórður. "Eg mun gefa
ykkur til hundrað silfurs að þið sitjið um líf Bjarnar og
færið mér höfuð hans. Eg mun nú fá ykkur hálft hundrað en
hálft er þið komið aftur."Þetta var kaup þeirra. Þórður hét þeim á ofan ásjá sinni.
Þeir kváðu sér eigi ægja mundu að ráða að Birni ef þeim gæfi
færi til.Nú fara þeir upp í dalinn og koma í Hólm til Bjarnar er fé
var á stöðli um aftaninn. Þeir hittu Þórdísi konu Bjarnar hjá
dyrum og spurðu hvar Björn væri, kváðust eiga við hann
erindi. Hún vísaði til hans, kvað hann genginn í haga.Og er hún kom inn segir hún Þórdísi móður Bjarnar frá hjali
þeirra er komnir voru. Hún kvaðst ætla að vera muni
flugumenn.Og er Kolbeinn heimamaður Bjarnar heyrir þetta þá tók hann
skjöld Bjarnar og sverð og hljóp með þangað er hann vissi að
Björn var og færir honum og kom hann fyrri, því að honum var
kunnara hvar skemmst var, og segir Birni að hann kvaðst
hyggja að flugumenn mundu koma og finna hann.Björn þakkaði honum fyrir og gekk síðan til sauðahússins með
vopnum sínum og inn í húsið og það sjá þeir og fara þangað.
Og er þeir koma að húsinu og hugsa hvern veg þeir skulu sækja
hann þá hljóp Björn út að þeim voveiflega, að þá varir
minnst, og þrífur hvorntveggja höndum. Er þar mikill
knáleikamunur. Skiptist það annan veg til en þeir ætluðu.
Hann batt þá báða, hendur á bak aftur en lét lausa fætur og
bar ekki járn á þá. Síðan stakk hann öxum þeirra undir bönd
að baki og biður þá fara og sýna sig Þórði. Af þeim tók hann
silfrið og gaf það Kolbeini.Þeir fara í brott og þykir ill orðin ferð sín og hneisuleg,
koma svo búnir á Hítarnes. Þórður kvað sér ekki mönnum að nær
þótt þeir væru og rak þá á brott.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.