Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

BjH ch. 20

Bjarnar saga Hítdœlakappa 20 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (BjH ch. 20)

Anonymous íslendingasögurBjarnar saga Hítdœlakappa
192021

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Um vorið fór Björn að reka geldinga sína neðan af Völlum og
upp eftir dalnum þeim megin sem Húsafellsbær er og húskarlar
hans með honum og sáu kolreyk í skóginn og heyrðu manna mál,
hlýddust um hvað þeir mæltu. Þorkell Dálksson og húskarl hans
ræddu um mál þeirra Þórðar og Bjarnar og um verka þann er
hvor jós á annan og það var með mörgu móti og þokkar
húskarlinn heldur með Birni en Þorkell með Þórði.



En þann veg var farið að þeir þrættu um hvor háðulegar hefði
kveðið til annars. En þá hafði Björn eigi miklu áður ort flím
um Þórð og var þá ærið heyrumkunnigt nokkurum mönnum. En þau
voru þar efni í að Arnóra móðir Þórðar hefði etið þann fisk
er hann kallaði grámaga og lét sem hann hefði fundist í fjöru
og hefði hún af því áti hafandi orðið að Þórði og væri hann
ekki dála frá mönnum kominn í báðar ættir. En þetta er í
flíminu:



Fiskr gekk á land

en flóð á sand,

hrognkelsi líkr,

var á holdi slíkr.

Át einaga

yglr grámaga,

meinblandið hræ,

mart er illt í sæ.




Óx brúðar kviðr

frá brjósti niðr

svo að gerðu eik

gekk heldr keik

og aum í vömb,

varð heldr til þömb.




Sveinn kom í ljós,

sagt hafði drós

auðar gildi

að hún ala vildi.

Henni þótti sá

hundbítr, þar er lá,

jafnsnjallr sem geit

er í augun leit.



Nú segir húskarlinn að honum þótti Þórður illt af fá, bæði um
kveðskap og allt annað, og kvaðst ekki jafnillt annað heyrt
hafa sem Grámagaflím er Björn hefir ort um Þórð.



Þorkell kvað þó miklu háðulegri Kolluvísur er Þórður hefir
ort um Björn.



Húskarl kvaðst hana aldrei heyrt hafa "eða kanntu vísuna?"



"Eigi þykir mér örvænt að eg kunni en ekki er mér um að
kveða. Og er það af tekið og svo var mælt að sá skyldi
óheilagur falla er hana kvæði í heyrn Birni. Er þetta
þarfleysa þótt hann heyri eigi."



"Duga mun þér," segir húskarl. "Mér er á forvitni mikil en nú
mun Björn ekki heyra."



Þeir eigast við lengi. Fer Þorkell undan en húskarl eftir,
kvað nú fá vera um að sjá. Síðan lætur Þorkell að eggjast og
kveður vísuna.



Þá hleypur Björn fram að þeim og kvað fleira mundu til
verkefna en kenna Kolluvísur "eða hvort er," segir hann, "að
þú manst eigi að sá skyldi óheilagur falla er kvæði vísuna,
eða vildir þú engan gaum að gefa?"



Þorkell kvaðst ætla að hann mundi standa á hleri "og er ekki
þínlegt," segir hann, "enda hygg eg að ekki munir þú sá
konungur yfir mönnum að eigi munir þú láta menn fara frjálsa
fyrir þér," og kvaðst slíkt eigi vilja.



Björn mælti: "Eigi mun eg yfir öðrum konungur ef eg er eigi
yfir þér," og hjó hann banahögg.



En húskarl fór heim og sagði Dálki tíðindin. Hann harmar mjög
son sinn og þótti ósýnilegt um bætur en hafði áður ætlað hjá
að sitja málum Þórðar og Bjarnar.



Nú fer Björn heim og hefir mart manna með sér fyrst eftir
vígið.



Dálkur fer á fund Þórðar Kolbeinssonar og sagði honum vígið
og sakirnar og þótti Þórði mjög af sér hlotist hafa og bætti
hann Dálki fébótum og tók við málinu til sóknar er eigi kæmu
sættir á en Dálkur skyldi fylgja Þórði um eftirmál slíkt er
hann mætti. Og eftir um vorið leitar Dálkur um sættir við
Björn en hann svarar vel og neitti eigi að bæta.



Eftir það býr Þórður mál til þings á hendur Birni. Og er menn
koma til þings þá vill Þórður halda fram vígsök en Björn fékk
vörn í málinu og bar þá vörn fram að svo hefði mælt verið að
sá skyldi óheilagur falla er vísuna kvæði svo að hann heyrði.
En hann kvaðst heyrt hafa er Þorkell kvað og kvaðst fyrir þá
sök drepa hann. Og hlýddi vörn sú og ónýttist málið fyrir
Þórði.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.