Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

BjH ch. 14

Bjarnar saga Hítdœlakappa 14 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (BjH ch. 14)

Anonymous íslendingasögurBjarnar saga Hítdœlakappa
131415

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Frá því er sagt eitthvert kveld að þeir Þórður og Björn sátu
í bekk og fór í bágar með þeim. Þá kvað Þórður vísu til
Bjarnar:



Út skaltu ganga,

oss selduð mjöl

rautt áliti,

rúg sagðir þú,

en þegar er virðar

vatni blendu

var það aska ein,

út skaltu ganga.


Björn kvað í móti:



Kyrr mun eg sitja,

kom eg á hausti,

hefi eg fornan mör

fullu keyptan.

Feld gáfuð mér

fagrröggvaðan,

kappsvel drepinn,

kyrr mun eg sitja.


Það fannst á að Þórði þóttu framlög sín mikil en ekki gott í
mót koma. Björn galt og slíkt í mót því að honum þótti
heimboðið Þórðar verið hafa með glysmálum einum en veitt
kotmannlega og þótti ills eina fyrir vert og þótti báðum þá
verr en áður.



Öll hvíldu þau í einu útibúri um veturinn, Þórður og Oddný og
verkkona er togaði af þeim klæði.



Það var einhvern aftan að Oddný kom síð til rekkju og gaf
Þórður henni ekki rúm í rekkjuna. En hún sté upp yfir
stokkinn og vill undir fötin hjá honum og var þess eigi
kostur og sat hún af því upp.



Þá kvað Björn vísu:



Svo flakir Ullr um alla

odd böð-Gefnar Loddu,

hinn er ljóta fal lýti,

linnbeðs, sæing innan

að hól-Njörun hvílir

hrannblakks kalin nakkvað,

lofat Þrúðar hag þýðrar

þorns, á beðjar horni.


Oddný bað þá að þeir skulu eigi yrkja um hana og taldi eigi
þetta vera sín orð.



Nú er frá þessu upp um veturinn og til sumars er þeir mælast
ekki við.



Það hafði Oddný mælt við Björn um veturinn að dóttir þeirra
Þórðar skyldi vera honum í þann stað er hann hafði eigi
fengið hennar sem ætlað var. Og eitt kveld minntist Björn á
þetta og setur meyjarnar í kné sér og kvað vísu þessa:



Systr eru tvær með tíri,

trúi eg enn sögum hennar,

þýð og þeirra móðir

þekk bragsmíðar skekki.

Þær eru mér in meira,

men-Grund lofa eg stundum,

það er versóka veiti

vonlegt, í stað kvonar.


Og nú er kemur að sumri og ætlar Björn í brott að búast. Það
er sagt þá er Björn var búinn á brott úr vistinni þá gaf hann
Oddnýju skikkjuna Þórðarnaut og mælti hvort þeirra vel fyrir
öðru. Og er hann var albúinn reið hann að útibúri er Þórður
var inni og Kálfur illviti hjá honum og var hann þá nýkominn
þar.



Björn segir Þórði að hann var þá til ferðar búinn og hann
ætlar þá úr vistinni.



Þórður kvað það vel þykja og betur að fyrr væri.



Björn kvaðst það vitað hafa fyrir löngu. "Hefir nú þann veg
verið," segir hann.....



(Hér er eyða í sögunni.)

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.