Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

BjH ch. 5

Bjarnar saga Hítdœlakappa 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (BjH ch. 5)

Anonymous íslendingasögurBjarnar saga Hítdœlakappa
456

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Á öðru sumri fyrr en nú var frá sagt spyr Þórður af
kaupmönnum í Hvítá að Björn var sár orðinn og keypti að þeim
að þeir segðu hann andaðan og svo gerðu þeir. Síðan sagði
Þórður opinberlega andlát Bjarnar og kvað þá menn hafa sagt
sér er hann höfðu moldu ausið. En engi kunni í móti að mæla
og þótti Þórður ólíklegur til lygi.



Síðan kom Þórður í Hjörsey og bað Oddnýjar. Frændur hennar
vildu eigi gifta honum hana fyrr en sú stund væri liðin er á
kveðið var með þeim Birni en að sumri er skip kæmu og
spyrðist þá eigi til Bjarnar þá sögðust þeir mega um ræða.



Nú komu skip út og vissu þeir eigi til Bjarnar að segja því
að hann kom eigi fyrr til Noregs en þau voru út látinn. Nú
heldur Þórður á málinu og verður Oddný honum gift.



En þá er þeir Björn voru búnir til hafs sigldi að þeim skip
af hafi. Þeir Björn tóku bát og reru til skipsins og vildu
vita tíðinda því þeir voru af Íslandi komnir. Þeir sögðu
gjaforð Oddnýjar. Og er Björn vissi það vildi hann eigi til
Íslands fara.



Þann vetur fór Björn til hirðar Eiríks jarls og var með
honum. Og er þeir lágu við Hamarseyri orti Björn vísu:



Hristi handar fasta

hefr drengr gamans fengið.

Hrynja hart á dýnu

hlöð Eykyndils vöðva

meðan vel stinna vinnum,

veldr nökkvað því, klökkva,

skíð verð eg skriðar beiða

skorðu, ár á borði.


Björn var enn með hina sömu virðing og fyrr með jarlinum.



Um sumarið eftir fór Björn vestur til Englands og fékk þar
góða virðing og var þar tvo vetur með Knúti hinum ríka. Þar
varð sá atburður er Björn fylgdi konungi og sigldi með liði
sínu fyrir sunnan sjá að fló yfir lið konungs flugdreki og
lagðist að þeim og vildi hremma mann einn en Björn var nær
staddur og brá skildi yfir hann en hremmdi hann næsta í
gegnum skjöldinn. Síðan grípur Björn í sporðinn drekans
annarri hendi en annarri hjó hann fyrir aftan vængina og gekk
þar í sundur og féll drekinn niður dauður. En konungur haf
Birni mikið fé og langskip gott og því hélt hann til
Danmerkur. Þá gerði hann félag við Auðunn bakskika,
víkverskan mann en danskan að sumu kyni. Þá var Auðun áður
útlægur ger af Noregi. Hann hafði tvö skip til félags við
hann og lögðu síðan austur fyrir Svíþjóð í hernað og herjuðu
um sumarið en voru um veturinn í Danmörk. Þetta var iðn
þeirra í þrjá vetur.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.