Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

BjH ch. 3

Bjarnar saga Hítdœlakappa 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (BjH ch. 3)

Anonymous íslendingasögurBjarnar saga Hítdœlakappa
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það sama sumar kom skip af Noregi snemma sumars í
Straumfjörð. Þórður Kolbeinsson reið til skips og var vís að
kaupmenn ætluðu að fara tvívegis og því keypti hann part í
skipi og lýsti yfir utanferð sinni.



Þórður átti frænda þann í Danmörk er Hrói hinn auðgi hét.
Hann var í Hróiskeldu og átti þar garð. Átti Þórður að taka
arf allan eftir hann. Býst hann nú til utanferðar og urðu
síðbúnir. Spurðist það til hirðar jarls að Þórður var kominn
til Noregs af Íslandi á því skipi sem tvívegis hafði farið um
sumarið og það með að hann var stýrimaður og ætlaði að færa
jarli kvæði.



Jarl spurði Björn ef honum væri kunnleiki á Þórði.



Björn kveðst gjörla kenna Þórð og kvað hann vera skáld gott
"og mun það kvæði rausnarsamlegt er hann flytur."



Jarl mælti: "Þykir þér það ráð Björn að eg hlýði kvæðinu?"



"Það þykir mér víst," segir Björn, "því það mun báðum ykkur
til sæmdar."



Og litlu síðar kom Þórður á fund jarls og kvaddi hann
sæmilega. Jarl tók því vel og spurði hver hann væri.



Hann kveðst Þórður heita og vera maður íslenskur "og vildi eg
að þér hlýdduð kvæði því er eg hefi ort um yður."



Jarl kvað það vel mega. Þórður flutti kvæðið og var það drápa
og gott kvæði. Jarl lét vel yfir og bauð honum með sér að
vera um veturinn og það þekktist Þórður og var honum vel
veitt. Voru þeir Björn báðir með jarli þann vetur.



Þeir menn voru innan hirðar er það fluttu fyrir jarl að þeir
mundu engir vinir vera, Björn og Þórður.



Og einn tíma er það sagt að Eiríkur jarl kallaði Þórð fyrir
sig og spurði eftir ef Björn væri kunnigur honum eða hví
Skúli mundi hafa sent honum þenna mann.



En Þórður segir að Björn væri hinn röskvasti maður "og mér að
góðu kunnur og því sendi Skúli yður þenna mann að hann átti
eigi annan frænda sæmilegra til."



"Það mun satt vera," segir jarl.



Þórður mælti: "Hafið þér nokkuð spurt eftir hversu gamall
maður Björn er?"



"Ekki," segir jarl.



Þórður mælti: "Hann er nú átján vetra og margir röskvir
drengir eru hér með yður og mun Björn þeim að fylgja sem
fræknastir eru."



Jarli féll það vel í eyru. Ekki lét Þórður það á finna að
eigi hefði alla tíma vel verið með þeim Birni.



Og einn dag um veturinn gekk Þórður að Birni og bað hann
drekka með sér "erum við nú þar komnir að vist að okkur samir
eigi annað en vel sé með okkur og það eitt missætti hafir hér
í millum verið að lítils er virðanda og því látum nú vel vera
héðan af."



Björn tók því vel. Leið svo framan til jóla.



Og hinn átta dag jóla gaf Eiríkur jarl mála mönnum sínum sem
siður er höfðingja til í öðrum löndum. Hann gaf Birni
gullhring þann er stóð hálfa mörk og naut hann að því
vaskleika síns og Skúla frænda síns. Þórði gaf hann sverð,
góðan grip, að kvæðislaunum.



Það var enn eitt kveld um veturinn að Þórður talaði til
Bjarnar og voru þeir þá drukknir báðir og þó Björn meir:
"Hvað ætlar þú ráða þinna er vorar eða ætlar þú til Íslands?"



"Eigi mun eg í sumri út," segir Björn, "því að eg ætla að
biðja orlofs Eirík jarl að hann lofi mér að fara í hernað og
afla mér fjár og sæmdar ef svo vill verða."



Þórður svarar: "Það sýnist mér óráðlegt, fengið nú áður góða
sæmd og virðing en hætta sér nú svo og far þú miklu heldur
með mér í sumar út til Íslands til frænda þinna göfugra og
vitja ráðahags þíns."



Björn svarar: "Eigi mun eg þetta sumar út."



Þórður mælti: "Óráðleg sýnist mér þín atferð að fara úr landi
með fé mikið en vita eigi hvort þú kemur aftur eða eigi."



"Hefir sá er hættir," segir Björn, "og mun eg í hernað fara."



Þórður mælti: "Send þú þá Oddnýju festarkonu þinni hringinn
jarlsnaut og fá mér í hönd því að þá veit hún enn gerr elsku
þína og alvöru til sín ef þú sendir henni þvílíkan grip og
mun henni þú þá enn hugkvæmri en áður og þér því síður afhuga
verða. En ef þú kemur til Íslands út sem vér væntum þá tekur
þú bæði hring og konu og allan fjárhlut er þér var með henni
heitið, og satt er það, " segir Þórður, "að slíkt kvonfang
getur eigi á Íslandi sem Oddný er."



Björn mælti: "Satt segir þú það Þórður að Oddný er hin
sæmilegasta kona og fullboðin mér í alla staði og hefðir þú
jafnvel verið til mín þá er við vorum á Íslandi sem nú þá
mundi eg þetta allt gera sem nú beiðir þú. En vant ætla eg að
mér verði að trúa þér og það mun mælt að eg haldi laust
jarlsgjöfinni ef eg læt hringinn koma þér í hendur."



Þórður bað hann vitja ráðsins.



Björn kveðst hafa setta menn til þess að gæta "og seg þú
Þórður satt til um ferðir mínar er þú kemur út. En eg þykist
enn of lítt reynt mig hafa í framgöngu og óvíða kannað hafa
góðra manna siðu. En ef eg fer þegar til Íslands þá mun eg
eigi nenna að fara svo skjótt frá ráðahag mínum."



Þórður hét því "en því beiddist eg gripa að sanna sögu mína
og eigi þarftu Björn að gruna mig því eg skal þér trúr vera."



"Til þess skal nú og hætta," segir Björn, "um sinn. En ef þú
bregst mér þá trúi eg þér aldrei síðan á mína daga."



Fær nú Björn hringinn jarlsnaut í hendur Þórði og bað hann
færa Oddnýju. Þórður hét því og talaði þá allfagurt við Björn
og hét allgóðu um að vera honum trúr og reka vel hans erindi.
Skildu þeir Björn talið að sinni. Og þá er Björn var
ódrukkinn þóttist hann nógu mart fyrir Þórði talað hafa og
honum of vel trúað hafa.



Líður nú af veturinn og býr Þórður skip sitt. Finnast þeir
Björn og talast enn við. "Mun Þórður," segir Björn "hvað við
höfum talað og far nú vel með mínum erindum."



Þórður hét góðu um það og skildust álitlega. Ekki vissu menn
gjörla tal þeirra Þórðar og Bjarnar.



Það segja menn að Þórður væri fimmtán vetrum eldri en Björn.
Drápa sú er hann orti um Eirík jarl heitir Belgskakadrápa.



Þórður lét í haf snemma sumars og kom út um alþingi í
Gufárós. Hann reið þegar til þings og varð mönnum dátt um það
því að hann kunni vel að segja frá tíðindum. Og vel fór hann
með erindum Bjarnar það sinni og sagði hann koma mundu að
vitja ráðahags við Oddnýju og fékk henni hringinn en kvað
Björn hafa gefið sér ráðahaginn ef hann andaðist eða kæmi
eigi til Íslands.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.