Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

BjH ch. 2

Bjarnar saga Hítdœlakappa 2 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (BjH ch. 2)

Anonymous íslendingasögurBjarnar saga Hítdœlakappa
123

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þá er Björn hafði verið fimm vetur með Skúla frænda sínum bar
það til tíðinda að skip kom í Gufárós. Það skip áttu norrænir
menn. Skúli bóndi reið til skips og bauð þegar kaupmönnum til
sín því að hann hafði vana til þess að taka við kaupmönnum og
eiga gott vinfengi við þá. Fóru þá enn þrír til vistar með
honum þegar þeir höfðu upp sett skip sitt. Björn var
viðfeldinn við kaupmenn bæði í fylgd og þjónustu og líkaði
þeim til hans vel.



Björn kom að máli við Skúla frænda sinn og beiddi að hann
mundi koma honum utan með kaupmönnum þessum. Skúli tók því
vel, sagði sem satt var að þeir menn fengu margir framkvæmd
að miklu voru síður á legg komnir en hann, segist og til
skulu leggja með honum slíkt er hann þykist þurfa. Björn
þakkaði honum gott tillag við sig bæði þá og fyrr.



Réðst Björn þá í skip með kaupmönnum þessum. Fékk Skúli
frændi hans og faðir hans honum góðan farareyri svo að hann
var vel sæmdur af að fara með góðum mönnum. Ekki varð
sögulegt um þarvist kaupmanna. Fóru þeir nú til skips er
voraði og bjuggu og lágu svo til hafs.



Björn reið nú til Borgar að finna Skúla frænda sinn. Og er
þeir finnast segir Björn honum að hann vill eigi annað en fá
Oddnýjar Þorkelsdóttur áður hann fór brott. Skúli frétti
hvort hann hefði nokkuð þetta við hana talað. Hann sagði það
víst.



"Þá skulum við fara," segir Skúli og svo gera þeir, koma í
Hjörsey og finna Þorkel og dóttur hans Oddnýju.



Hefir Björn þá uppi orð sín og biður Oddnýjar. Þorkell tók
þessu vel og skaut mjög til ráða dóttur sinnar. En sakir þess
að henni var Björn kunnigur áður og þau höfðu elskast sín á
millum mjög kærlega þá játaði hún. Fóru þá þegar festar fram
og skyldi hún sitja í festum þrjá vetur og þó að Björn sé
samlendur fjórða veturinn og megi eigi til komast að vitja
þessa ráðs þá skal hún þó hans bíða. En ef hann kemur eigi
til á þriggja vetra fresti af Noregi þá skyldi Þorkell gifta
hana ef hann vildi. Björn skyldi og senda menn út að vitja
þessa ráðs ef hann mætti eigi sjálfur til koma. Lagði Skúli
fram með Birni svo mikið fé að það var eigi minna góss en
allt það er Þorkell átti og mundur Oddnýjar dóttur hans.



Skildu þau að þessu og fylgdi Skúli Birni til skips og þá
mælti Skúli: "Þá er þú kemur til Noregs Björn og finnur Eirík
jarl vin minn, þá ber honum kveðju mína og orðsending til að
hann taki við þér og vil eg ætla að hann geri þetta og fær
honum gull þetta til jartegna því að þá má hann eigi við
dyljast að mér þykir betur."



Björn þakkar Skúla allan þann góðvilja sem hann hafði honum
téð síðan hann kom til hans og skildust síðan. Þetta var
ofarlega á dögum Eiríks jarls.



Þeir sigldu snemma sumars. Tókst þeim ferð sín greiðlega og
komu við Noreg. Fann Björn brátt Eirík jarl og bar honum
kveðjur Skúla og jartegnir.



Jarl tók því vel og kveðst gjarna skyldu gera hans erindi "og
skaltu, Björn, vera velkominn."



Björn kveðst það gjarnan vilja. Fór hann til hirðar jarls og
var með honum í góðu haldi.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.