Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Band ch. 9

Bandamanna saga 9 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Band ch. 9)

Anonymous íslendingasögurBandamanna saga
8910

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Nú fer Ófeigur í brott og skilja þeir Egill. Reikar
Ófeigur nú milli búðanna og er allhældreginn, er þó eigi
svo dapur með sjálfum sér sem hann er hrumur að fótunum
og eigi svo laustækur í málunum sem hann er lasmeyr í
göngunni. Um síðir kemur hann til búðar Gellis
Þorkelssonar og lætur hann út kalla. Hann kemur út og
heilsar fyrr Ófeigi því að hann var lítillátur og spyr
hvert erindi hans er.Ófeigur segir: "Hingað varð mér nú reikað."Gellir mælti: "Þú munt vilja tala um mál Odds."Ófeigur segir: "Ekki vil eg þar um tala og segi eg mér
það afhent og mun eg fá mér aðra skemmtan."Gellir mælti: "Hvað viltu þá tala?"Ófeigur mælti: "Það er mér sagt að þú sért vitur maður
en mér er það gaman að tala við vitra menn."Þá settust þeir niður og taka tal sín í millum.Þá spyr Ófeigur: "Hvað er ungra manna vestur þar í
sveitum það er þér þykir líklegt til mikilla höfðingja?"Gellir sagði að góð völ voru þar á því og nefnir til
sonu Snorra goða og Eyrarmenn."Svo er mér sagt," kvað Ófeigur, "að vera muni enda er
eg nú vel til fréttar kominn er eg tala við þann manninn
er bæði er sannorður og gegn. Eða hvað er kvenna þeirra
vestur þar er bestir kostir eru?"Hann nefnir til dætur Snorra goða og dætur Steinþórs á
Eyri."Svo er mér sagt," kvað Ófeigur, "eða hversu er, áttu
eigi dætur nokkurar?"Gelli kvaðst eiga víst.Hví nefnir þú eigi þær?" segir Ófeigur. "Engar munu
fríðari en þínar dætur ef að líkindum skal ráða. Eða eru
þær eigi giftar?""Eigi," segir hann."Hví sætir það?" segir Ófeigur.Gellir segir: "Því að eigi hafa þeir til boðist að
bæði séu stórauðgir og hafi staðfestur góðar, kynríkir og
vel mannaðir sjálfir, en eg er þó ekki fémikill en þó mun
eg mannvandur sakir kynferðis og virðingar. En skal nú
eigi spyrjast láta alls. Hvað er þeirra manna norður þar
er vænir séu til höfðingja?"Ófeigur segir: "Þar er gott mannval. Tel eg þar
fyrstan Einar, son Járnskeggja, og Hall Styrmisson. Mæla
það og sumir menn að Oddur son minn sé mannvænlegur maður
enda skal nú koma orðum þeim er hann bauð mér að hann
vildi mægjast við þig og fá dóttur þinnar, þeirrar er
Ragnheiður heitir.""Já," segir hann Gellir, "var það er því mundi vel
svarað en að svo búnu get eg að það frestist.""Hvað kemur til þess?" segir Ófeigur.Gellir mælti: "Dimmu þykir á draga ráðið Odds sonar
þíns að svo búnu."Ófeigur segir: "Eg segi þér með sönnu að aldrei giftir
þú hana betur en svo því að einmælt mun það að hann sé
menntur sem sá er best er enda skortir hann eigi fé né
ætt góða. En þú ert mjög féþurfi og mætti svo verða að
þér yrði styrkur að honum því að maðurinn er stórlyndur
við vini sína."Gellir segir: "Á þetta mundi litið ef eigi stæðu
málaferli þessi yfir."Ófeigur segir: "Gettu eigi vafurleysu þeirrar er engis
er verð en þeim ósómi í og öll fólska er með fara."Gellir segir: "Eigi er það þó minni von er að öðru
gefist og vil eg eigi þessu játa. En ef þetta mætti
leysast þá vildi eg það gjarna."Ófeigur segir: "Það kann vera Gellir að þér takið hér
allir fullsælu upp. En þó má eg segja þér hver þinn
hlutur mun af verða því að það veit eg gerla og mun það
að besta kosti að þér átta bandamenn hljótið hálft
Melsland. Verður þá þó eigi góður þinn hluti, færð lítið
af fénu en hefir látið dáðina og drengskapinn, að þú
varst áður kallaður einnhver bestur drengur á landinu."Gellir spurði hví svo mætti verða.Ófeigur segir: "Það þykir mér líkast að Oddur sé nú í
hafi með allt sitt nema landið á Mel. Eigi var yður þess
von að hann mundi ráðlaus fyrir og láta yður kjósa og
deila yðvar í millum. Nei," segir hann Ófeigur, "heldur
mælti hann hitt ef hann kæmi á Breiðafjörð að hann mundi
finna bæ þinn og mætti þá kjósa sér kvonföng úr þínum
garði en sagðist hafa nóg eldsvirki til að brenna bæ þinn
ef hann vildi. Svo og ef hann kæmi á Borgarfjörð þá hafði
hann frétt að eigi var löng sjávargata til Borgar. Gat
hann og ef hann kæmi á Eyjafjörð að hann mundi finna bæ
Járnskeggja. Slíkt hið sama ef hann kæmi í Austfjörðu að
hann mundi hitta byggð Skegg-Brodda. Nú liggur honum ekki
á þó að hann komi aldrei til Íslands en þér munuð hafa af
þessu maklegan hlut en það er skömm og svívirðing. Nú
þykir mér það illt, svo góður höfðingi sem þú hefir
verið, er þú hefir svo þungan hlut af og sperði eg þig
til þess."Gellir segir: "Þetta mun vera satt og tel eg lítt að
þó að nokkuð undanbragð verði um fjárupptakið. Lét eg
þetta leiðast eftir vinum mínum meir en mér væri þetta
svo staðfast í skapi."Ófeigur mælti: "Svo mun þér lítast þegar eigi er of
mikið ras á þér að sá sé hlutinn virðulegri að gifta Oddi
syni mínum dóttur þína sem eg sagði í fyrstu. Sé hér féð
er hann sendi þér og kvaðst sjálfur mundu hana heiman
gera því að hann vissi vanefni þín. Og eru þetta tvö
hundruð silfurs þess er varla fær slíkt. Hyggðu nú að
hver þér býður slíkan kost að gifta slíkum manni dóttur
þína og geri hann hana sjálfur heiman og það líkast að
aldrei sé forverkum gert við þig en dóttir þín falli í
fullsælu."Gellir segir: "Mikið er þetta svo að það er torvirt,
en það vinn eg til engis að svíkja þá er mér trúa. En sé
eg að ekki fæst af málinu nema hróp og háðung."Þá segir Ófeigur: "Furðu heimskir eruð þér,
höfðingjarnir. Hver fýsti þig að þú skyldir svíkja þá er
þér trúðu eða ganga á eiða þína? Hitt má vera að svo beri
til að undir þig kæmi gerðin og megir þú þá minnka og
heldur þú þó særi þín."Gellir segir: "Satt er þetta og ertu mikill bragðakarl
og furðu slægur en þó má eg eigi einn ganga í fang þessum
öllum."Ófeigur mælti: "Hversu mun þá ef eg fæ til annan,
viltu þá við hjálpa málinu?""Það vil eg," kvað Gellir, "ef þú kemur því við að eg
skyli um mæla."Ófeigur mælti: "Hvern kýst þú til með þér?"Gellir segir: "Egil mun eg kjósa. Hann er mér næstur."Ófeigur segir: "Heyr á endemi, kýst þann sem verstur
er af yðru liði og þykir mér mikið fyrir að fá honum
sæmdarhlut og veit eg eigi hvort eg vil það til vinna.""Þú ræður nú," kvað Gellir.Ófeigur mælti: "Viltu þá í ganga málið ef eg kem honum
til með þér? Því að sjá mun hann kunna hvort betra er að
hafa nokkura sæmd eða enga.""Svo mikið sem mér kaupist í," segir Gellir, "þá ætla
eg að eg muni til hætta."Þá mælti Ófeigur: "Um höfum við Egill talað áður og
sýnist honum eigi torveldlegt málið og er hann í kominn.
Nú mun eg gefa ráð til hversu með skal fara. Flokkar
yðrir bandamanna eru mjög allir saman í göngu. Nú mun það
engi maður gruna þó að þið Egill talist við, þá er þið
gangið til aftansöngs, slíkt er ykkur líkar."Gellir tekur við fénu og er þetta ráðið nú með þeim.
Síðan fer Ófeigur nú í brott og til búðar Egils og hvorki
seint né krókótt og eigi bjúgur, segir nú Egli hvar komið
er. Líkar honum nú vel. Eftir um kveldið ganga menn til
aftansöngs og talast þeir Egill og Gellir við og semja
þetta í milli sín. Grunar þetta engi maður.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.