Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Bárð ch. 18

Bárðar saga Snæfellsáss 18 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Bárð ch. 18)

Anonymous íslendingasögurBárðar saga Snæfellsáss
171819

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Og aðfangakveld fyrir jól sat konungur í hásæti sínu og
öll hirðin, hver í sínu rúmi. Voru menn glaðir og kátir
því að konungur var hinn glaðasti.



Og er menn höfðu drukkið um stund gekk maður inn í
höllina. Hann var mikill og illilegur, skrámleitur og
skoteygur, svartskeggjaður og síðnefjaður. Þessi maður
hafði hjálm á höfði og var í hringabrynju og gyrður
sverði. Gullegt men hafði hann á hálsi og digran
gullhring á hendi. Hann gengur innar eftir höllinni og að
hásæti konungs. Öngvan mann kveður hann. Mönnum fannst
mikið um sýn þessa. Engi maður beiddi hann orða.



Og er hann hafði staðið um stund fyrir konungi mælti hann:
"Hér hefi eg svo komið að eð mér hefir síst nokkur greiði
boðinn verið af jafnmiklu stórmenni. Skal eg vera því
örvari að eg skal bjóða til eignar gripi þessa sem eg hefi
hér nú þeim manni sem þá þorir að sækja til mín en sá mun
engi hér inni vera."



Síðan gekk hann í burt og varð illur þefur í höllinni.
Varð öllum að þessu mikill ótti. Konungur bað menn sitja
kyrra þar til sem þefur sjá þyrri og gerðu menn svo sem
konungur bauð. En er skoðað var lágu margir menn sem
hálfdauðir og í óviti þar til er konungur kom sjálfur til
og les yfir þeim. Dauðir voru allir varðhundar nema Vígi
einn og Snati hundur Gests.



Konungur mælti: "Hvað ætlar þú Gestur hver maður sjá mun
vera er hér kom inn?"



Gestur segir: "Ekki hefi eg séð hann fyrr en sagt hefir
mér verið af frændum mínum að konungur hefir heitið Raknar
og af þeirri sögn þykist eg kenna hann. Hefir hann ráðið
fyrir Hellulandi og mörgum öðrum löndum. Og er hann hafði
lengi löndum ráðið lét hann kviksetja sig með fimm hundruð
manna á Raknarsslóða. Hann myrti föður sinn og móður og
mart annað fólk. Þykir mér von að haugur hans muni vera
norðanlega í Hellulandsóbyggðum að annara manna frásögn."



Konungur mælti: "Líklegt þykir mér að þú munir satt segja.
Er það nú bæn mín Gestur," segir konungur, "að þú sækir
gripi þessa."



"Forsending má það heita herra," segir Gestur, "en eigi
mun eg undan skorast ef þér búið ferð mína eftir því sem
þér vitið mér á liggja."



Konungur segir: "Eg skal þar allan hug á leggja að þín
ferð takist vel."



Síðan bjóst Gestur. Konungur fékk honum fjörutíu járnskó
og voru dyndir innan. Hann fékk honum seiðmenn tvo eftir
bæn Gests. Hét hann Krókur en hún Krekja. Síðan fékk
hann honum til fylgdar prest þann er Jósteinn hét. Hann
var ágætur maður og mikils virður af konungi. Ekki kvaðst
Gesti um hann vera.



Konungur mælti: "Þá mun hann þér besta raun gefa er þér
liggur mest á."



"Því skal hann eigi fara þá?" segir Gestur. "Mörgu getið
þér nærri en eigi þykir mér á manni mega sjá ef hann dugir
vel í mikilli raun."



Sax gaf konungur Gesti og sagði það bíta mundu ef til
þyrfti að taka. Dúk gaf hann honum og bað hann vefja
honum um sig áður en hann gengi í hauginn.



Konungur gaf Gesti kerti og sagði sjálft kveikjast mundu
ef því væri á loft haldið "því að svart mun í haugi
Raknars. En vertu eigi lengur en lokið er kertinu og mun
þá hlýða."



Þriggja missera björg fékk konungur Gesti. Síðan sigldi
hann norður með landi og allt fyrir Hálogaland og Finnmörk
til Hafsbotna.



Og er þeir komu norður fyrir Dumbshaf kom maður af landi
ofan og réðst í ferð með þeim. Hann nefndist Rauðgrani.
Hann var eineygur. Hann hafði bláflekkótta skautheklu og
hneppta niður í milli fóta sér. Ekki var Jósteini presti
mikið um hann. Rauðgrani taldi heiðni og forneskju fyrir
mönnum Gests og taldi það best að blóta til heilla sér.
Og einn dag er Rauðgrani taldi fyrir þeim slíka vantrú
reiddist prestur og þreif róðukross og setti í höfuð
Rauðgrana. Hann steyptist fyrir borð og kom aldrei upp
síðan. Þóttust þeir þá vita að það hafið Óðinn verið.
Fátt gaf Gestur sér að presti.



Litlu síðar komu þeir við Grænlands óbyggðir. Var þá
komið að vetri. Þeir voru þar um veturinn.



Hjá björgum nokkurum sjá þeir stengur tvær af gulli og
fastan við ketil fullan með gull. Gestur sendi Krók og
Krekju að sækja stengurnar og ketilinn. En er þau komu að
fram og ætluðu að taka þá rifnaði jörðin undir fótum þeim
og svalg hún þau svo að jörðin luktist fyrir ofan höfuð
þeim en horfið allt saman, ketillinn og stengurnar, er til
var litið.



Gestur vakti hverja nótt í skáladyrum um veturinn. Það
var eina nótt að griðungur ógurlegur kom að skálanum og
öskraði mjög og lét illilega. Gestur réðst í móti bola og
hjó til hans með öxi. Boli hristi sig við en ekki beit á
en öxin brotnaði. Þá tók Gestur báðum höndum í hornin á
bola og glímdu þeir heldur sterklega. Fann Gestur að
honum varð aflafátt við þenna ófagnað. Ætlaði hann að
færa hann þá að skálaveggnum og stanga hann þar upp við.
Í því kom Jósteinn prestur að og slær með róðukrossi á
hrygg bola. Við það högg steyptist boli í jörð niður svo
aldrei varð síðan mein að honum. Ekki bar þar fleira til
tíðinda.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.