Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Bárð ch. 8

Bárðar saga Snæfellsáss 8 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Bárð ch. 8)

Anonymous íslendingasögurBárðar saga Snæfellsáss
789

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Hetta er nefnd tröllkona. Hún átti byggð í Ennisfjalli og

var hin mesta hamhleypa og ill viðskiptis bæði við menn og

fénað.




Það var einn tíma að hún drap mart fé fyrir Ingjaldi að

Hvoli. En er hann varð þess vís fór hann til móts við

hana. Leitaði hún þá undan en hann elti hana allt í fjall

upp.




Miklir voru í þann tíma fiskiróðrar á Snjófellsnesi og lét

þó engi betur sækja en Ingjaldur. Var hann og hinn mesti

sægarpur sjálfur.




En er Hetta dró undan mælti hún: "Nú mun eg launa þér

fjártjón það er eg veld og vísa þér á mið, það er aldrei

mun fiskur bresta ef til er sótt. Þarftu og ekki að

bregða vanda þínum að vera einn á skipi sem þú ert vanur

að vera."




Hún kvað þá vísu.



Róa skaltu fjall Firða


fram á lög stirðan,


þar mun gaur glitta,


ef þú vilt Grímsmið hitta.


Þar skaltu þá liggja.


Þór er vís til Friggjar.


Rói norpr hinn nefskammi


Nesið í Hrakhvammi.






Skildi þar með þeim. Þetta var um hausttíma.




Annan dag eftir reri Ingjaldur á sjó og var einn á skipi

og rær allt þar til er frammi var fjallið og svo Nesið.

Heldur þótti honum lengra en hann hugði. Veður var gott

um morguninn. En er hann kom á miðið var undir fiskur

nógur.




LItlu síðar dró upp flóka á Ennisfjalli og gekk skjótt

yfir. Þar næst kom vindur og fjúk með frosti. Þá sá

Ingjaldur mann á báti og dró fiska handstinnan. Hann var

rauðskeggjaður. Ingjaldur spurði hann að nafni. Hann

kveðst Grímur heita. Ingjaldur spurði hvort hann vildi

ekki að landi halda.




Grímur kveðst eigi búinn "og máttu bíða þar til er eg hefi

hlaðið bátinn."




Veður gekk upp að eins og gerði svo sterkt og myrkt að

eigi sá stafna í milli. Tapað hafði Ingjadur önglum sínum

öllum og veiðarfærum. Voru og árar mjög lúnar. Þóttist

hann þá vita að hann mundi ekki að landi ná sakir

fjölkynngis Hettu og þetta mundu allt hennar ráð verið

hafa. Kallaði hann þá til fulltings sér á Bárð

Snæfellsás. Tók Ingjald þá fast að kala því að drjúgum

fyllti skipið en frýs hvern ádrykk þann er kominn var.

Ingjaldur var vanur að hafa yfir sér einn skinnfeld stóran

og var hann þar í skipinu hjá honum. Tók hann þá feldinn

og lét yfir sig til skjóls. Þótti honum sér þá vísari

dauði en líf.




Það bar til um daginn heima að Ingjaldhvoli um miðdegi að

komið var upp á skjá um máltíð í stofu og kveðið þetta með

dimmri raust:



Út reri einn á báti


Ingjaldr í skinnfeldi.


Týndi átján önglum


Ingjaldr í skinnfeldi


og fertugu færi


Ingjaldr í skinnfeldi.




Aftr komi aldrei síðan


Ingjaldr í skinnfeldi.




Mönnum brá mjög við þetta en það hafa menn fyrir satt að

Hetta tröllkona muni þetta kveðið hafa því að hún ætlaði,

sem hún vildi að væri, að Ingjaldur skyldi aldrei aftur

hafa komið sem hún hafði ráð til sett.




En er Ingjaldur var nálega að bana kominn sá hann hvar

maður reri einn á báti. Hann var í grám kufli og hafði

svarðreip um sig. Ingjaldur þóttist þar kenna Bárð vin

sinn.




Hann reri snarlega að skipi Ingjads og mælti: "Lítt ertu

staddur kumpán minn og voru það mikil undur að þú,

jafnvitur maður, lést slíka óvætt ginna þig sem Hetta er

og far nú á skip með mér ef þú vilt og prófa að þú fáir

stýrt en eg mun róa."




Ingjaldur gerði svo. Hvarf Grímur þá á bátinum er Bárður

kom. Þykir mönnum sem það muni Þór verið hafa. Bárður

tók þá að róa allsterklega og allt þar til er hann dró

undir land. Flutti Bárður Ingjald heim og var hann mjög

þjakaður og varð hann alheill en Bárður fór heim til síns

heimilis.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.