Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Bárð ch. 7

Bárðar saga Snæfellsáss 7 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Bárð ch. 7)

Anonymous íslendingasögurBárðar saga Snæfellsáss
678

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Það er nú þessu næst sem fyrr var frá sagt að Helga

Bárðardóttir var hjá Miðfjarðar-Skeggja og er Bárður

spurði það sótti hann hana um haustið og hafði heim með

sér því að Skeggi var þá kvæntur. Engu undi hún sér síðan

er hún skildi við Skeggja. Mornaði hún og þornaði æ síðan.




Það var einn dag að hún kvað vísu þessa:



Braut vil eg bráðla leita.


Brestr eigi stríð í flestu


mér fyrir menja rýri.


Mun eg dálega kálast


því auðspenni unnag


alteitum sefa heitum.


Sorg má eg síst því byrgja.


Sit eg ein, trega greinum.





Eigi undi Helga hjá föður sínum og hvarf þaðan í burt og

þýddist hvorki nálega menn né fénað eða herbergi. Var hún

þá oftast í hreysum eða hólum. Við hana er kenndur

Helguhellir í Drangahrauni og miklu víðara eru örnefni við

hana kennd um Ísland.




Hún þá veturvist að Hjalla í Ölfusi en ekki Guðrún

Gjúkadóttir þó það segi nokkrir menn, hjá þeim feðgum

Þóroddi og Skafta. Var Helga þar með dul og lá í ystu

sæng í skála um veturinn og hafði fortjald fyrir. Hún sló

hörpu nær allar nætur því að henni var þá enn sem oftar

ekki mjög svefnsamt.




Austmaður var með þeim feðgum er Hrafn hét. Oft töluðu

menn um það að eigi þóttust vita hver þessi kona var.

Hrafn leiddi þar einhver mestan grun á og eina nátt

forvitnaðist hann undir tjaldið. Sá hann að Helga sat upp

í einum serk. Honum sýndist konan fríð mjög. Vildi hann

upp í sængina og undir klæðin hjá henni en hún vildi það

eigi. Tókust þau þá til og skildu með því að sundur gekk

í Hrafni austmanni hinn hægri handleggur og hinn vinstri

fótleggur.




Litlu síðar hvarf Helga þaðan í burt og fór víða um Ísland

og festi hvergi yndi. Var hún og alls staðar með dul en

oftast fjarri mönnum. Var hún og nokkurum stundum hjá

föður sínum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.