Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Bárð ch. 1

Bárðar saga Snæfellsáss 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Bárð ch. 1)

Anonymous íslendingasögurBárðar saga Snæfellsáss
12

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Dumbur hefir konungur heitið. Hann réð fyrir hafsbotnum
þeim er ganga norður um Helluland og nú er kallað Dumbshaf
og kennt var við Dumb konung. Hann var kominn af risakyni
í föðurætt sína og er það vænna fólk og stærra en aðrir
menn en móðir hans var komin af tröllaættum og brá því
Dumbi í hvorutveggju ætt sína því hann var bæði sterkur og
vænn og góður viðskiptis og kunni því að eiga allt
sambland við mennska menn. En um það brá honum í sitt
móðurkyn að hann var bæði sterkur og stórvirkur og
umskiptasamur og illskiptinn ef honum eigi líkaði nokkuð.
Vildi hann einn ráða við þá er norður þar voru enda gáfu
þeir honum konungsnafn því að þeim þótti mikil forstoð í
honum vera fyrir risum og tröllum og óvættum. Var og hann
hinn mesti bjargvættur öllum þeim er til hans kölluðu.
Hann tók tólf vetra konungdóm. Hann nam í burtu af
Kvenlandi Mjöll, dóttur Snæs hins gamla, og gekk að eiga
hana. Hún var kvenna fríðust og nær allra kvenna stærst
þeirra sem mennskar voru.En sem þau höfðu einn vetur ásamt verið ól Mjöll
sveinbarn. Sá sveinn var vatni ausinn og nafn gefið og
Bárður kallaður því að svo hafði heitið faðir Dumbs,
Bárður risi. Þessi sveinn var bæði mikill og vænn að sjá,
að menn þóttust öngvan fegra karlmann séð hafa. Var hann
furðu líkur móður sinni því að hún var svo fögur og hvít á
skinnlit að sá snjór tók þar nafn af henni er hvítastur er
og í logni fellur og mjöll er kallaður.Litlu síðar gerðist ósamþykki í millum þursa og Dumbs
konungs og vildi Dumbur konungur eigi hætta þar Bárði syni
sínum í ófrið þeim og flutti hann suður í Noreg til fjalla
þeirra er Dofrafjöll heita. Þar réð fyrir sá bergbúi er
Dofri er nefndur. Hann tók vel við Dumbi. Þar var hin
mesta vinátta með þeim. Leitaði Dumbur þar fósturs syni
sínum en Dofri tók við honum. Var Bárður þá tíu vetra.
Síðan vandi Dofri hann á alls kyns íþróttir og ættvísi og
vígfimi og eigi var traust að hann næmi eigi galdra og
forneskju svo að bæði var hann forspár og margvís því að
Dofri var við þetta slunginn. Voru þetta allt saman
kallaðar listir í þann tíma af þeim mönnum sem miklir voru
og burðugir því að menn vissu þá engin dæmi að segja af
sönnum guði norður hingað í hálfuna.Dofri átti sér dóttur eina er Flaumgerður hét, allra
kvenna stærst og djarfmannleg um að sjá en þó ekki dávæn.
Þó var hún mennsk í móðurætt sína og var móðir hennar þá
önduð. Voru þau þar þrjú saman í hellinum. Vel féll á með
þeim Bárði og Flaumgerði og meinaði Dofri það eigi. En þá
Bárður var þrettán vetra gifti Dofri honum dóttur sína
Flaumgerði og voru þau þar með Dofra þar til Bárður var
átján vetra.Þá var það á einni nótt að Bárður lá í sæng sinni að hann
dreymdi að honum þótti tré eitt mikið koma upp í eldstó
fóstra síns Dofra. Það var harðla margkvíslótt upp til
limanna. Það óx svo skjótt að það hrökk upp í
hellisbjargið og því næst út í gegnum hellisgluggann. Þar
næst var það svo mikið að brum þess þótti honum taka um
allan Noreg og þó var á einum kvistinum fegursta blóm og
voru þó allir blómamiklir. Á einum kvistinum var
gullslitur. Þann draum réð Bárður svo að í hellinn til
Dofra mundi koma nokkur konungborinn maður og fæðast þar
upp og sá sami maður mundi verða einvaldskonungur yfir
Noregi en kvistur sá hinn fagri mundi merkja þann konung
er af þess ættmanni væri kominn er þar yxi upp og mundi sá
konungur boða annan sið en þá gengi. Var honum draumur sá
ekki mjög skapfelldur. Hafa menn það fyrir satt að það hið
bjarta blóm merkti Ólaf konung Haraldsson.Og eftir draum þenna fóru þau Bárður og Flaumgerður í burt
frá Dofra en litlu síðar kom þar Haraldur Hálfdánarson og
fæddist þar upp með Dofra jötni. Efldi Dofri hann síðan
til konungs yfir Noregi eftir því sem segir í sögu Haralds
konungs Dofrafóstra.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.