Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Auð ch. 3

Auðunar þáttr vestfirska 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Auð ch. 3)

UnattributedAuðunar þáttr vestfirska
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það er nú sagt einhverju sinni of vorið að konungur býður
Auðuni að vera með sér álengdar og kveðst mundu gera hann
skutilsvein sinn og leggja til hans góða virðing.



Auðun segir: "Guð þakki yður herra sóma þann allan er þér
viljið til mín leggja en hitt er mér í skapi að fara út til
Íslands."



Konungur segir: "Þetta sýnist mér undarlega kosið."



Auðun mælti: "Eigi má eg það vita herra," segir hann, "að eg
hafi hér mikinn sóma með yður en móðir mín troði stafkarls
stíg út á Íslandi því að nú er lokið björg þeirri er eg lagði
til áður eg færi af Íslandi."



Konungur svarar: "Vel er mælt," segir hann, "og mannlega og
muntu verða giftumaður. Sjá einn var svo hluturinn að mér
mundi eigi mislíka að þú færir í braut héðan og ver nú með
mér þar til er skip búast."



Hann gerir svo.



Einn dag er á leið vorið gekk Sveinn konungur ofan á bryggjur
og voru menn þá að að búa skip til ýmissa landa, í Austurveg
eða Saxland, til Svíþjóðar eða Noregs. Þá koma þeir Auðun að
einu skipi fögru og voru menn að að búa skipið.



Þá spurði konungur: "Hversu líst þér Auðun á þetta skip?"



Hann svarar: "Vel herra."



Konungur mælti: "Þetta skip vil eg þér gefa og launa
bjarndýrið."



Hann þakkaði gjöfina eftir sinni kunnustu.



Og er leið stund og skipið var albúið þá mælti Sveinn
konungur við Auðun: "Þó viltu nú á braut þá mun eg nú ekki
letja þig en það hefi eg spurt að illt er til hafna fyrir
landi yðru og eru víða öræfi og hætt skipum. Nú brýtur þú og
týnir skipinu og fénu. Lítt sér það þá á að þú hafir fundið
Svein konung og gefið honum gersemi." Síðan seldi konungur
honum leðurhosu fulla af silfri "og ertu þá enn eigi félaus
með öllu þótt þú brjótir skipið ef þú færð haldið þessu.
Verða má svo enn" segir konungur, "að þú týnir þessu fé. Lítt
nýtur þú þá þess, er þú fannst Svein konung og gafst honum
gersemi." Síðan dró konungur hring af hendi sér og gaf Auðuni
og mælti: "Þó að svo illa verði að þú brjótir skipið og týnir
fénu, eigi ertu félaus ef þú kemst á land því að margir menn
hafa gull á sér í skipsbrotum og sér þá að þú hefir fundið
Svein konung ef þú heldur hringinum. En það vil eg ráða þér,"
segir hann, "að þú gefir eigi hringinn nema þú þykist eiga
svo mikið gott að launa nakkverjum göfgum manni, þá gef þeim
hringinn því að tignum mönnum sómir að þiggja. Og far nú
heill."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.