Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Auð ch. 1

Auðunar þáttr vestfirska 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Auð ch. 1)

UnattributedAuðunar þáttr vestfirska
12

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Maður hét Auðun, vestfirskur að kyni og félítill. Hann fór
utan vestur þar í fjörðum með umráði Þorsteins búanda góðs og
Þóris stýrimanns er þar hafði þegið vist of veturinn með
Þorsteini. Auðun var og þar og starfaði fyrir honum Þóri og
þá þessi laun af honum, utanferðina og hans umsjá. Hann Auðun
lagði mestan hluta fjár þess er var fyrir móður sína áður
hann stigi á skip og var kveðið á þriggja vetra björg.Og nú fara þeir út héðan og ferst þeim vel og var Auðun of
veturinn eftir með Þóri stýrimanni. Hann átti bú á Mæri. Og
um sumarið eftir fara þeir út til Grænlands og eru þar of
veturinn. Þess er við getið að Auðun kaupir þar bjarndýri
eitt, gersemi mikla, og gaf þar fyrir alla eigu sína.Og nú of sumarið eftir þá fara þeir aftur til Noregs og verða
vel reiðfara. Hefir Auðun dýr sitt með sér og ætlar nú að
fara suður til Danmerkur á fund Sveins konungs og gefa honum
dýrið. Og er hann kom suður í landið þar sem konungur var
fyrir þá gengur hann upp af skipi og leiðir eftir sér dýrið
og leigir sér herbergi.Haraldi konungi var sagt brátt að þar var komið bjarndýri,
gersemi mikil, og á íslenskur maður. Konungur sendir þegar
menn eftir honum.Og er Auðun kom fyrir konung kveður hann konung vel.Konungur tók vel kveðju hans og spurði síðan: "Áttu gersemi
mikla í bjarndýri?"Hann svarar og kveðst eiga dýrið eitthvert.Konungur mælti: "Viltu selja oss dýrið við slíku verði sem þú
keyptir?"Hann svarar: "Eigi vil eg það herra.""Viltu þá," segir konungur, "að eg gefi þér tvö verð slík og
mun það réttara ef þú hefir þar við gefið alla þína eigu?""Eigi vil eg það herra," segir hann.Konungur mælti: "Viltu gefa mér þá?"Hann svarar: "Eigi herra."Konungur mælti: "Hvað viltu þá af gera?"Hann svarar: "Fara suður til Danmerkur og gefa Sveini
konungi."Haraldur konungur segir: "Hvort er að þú ert maður svo óvitur
að þú hefir eigi heyrt ófrið þann er í milli er landa þessa
eða ætlar þú giftu þína svo mikla að þú munir þar komast með
gersemar er aðrir fá eigi komist klakklaust þó að nauðsyn
eigi til?"Auðun svarar: "Herra það er á yðru valdi en öngu játum vér
öðru en þessu er vér höfum áður ætlað."Þá mælti konungur: "Hví mun eigi það til að þú farir leið
þína sem þú vilt og kom þá til mín er þú ferð aftur og seg
mér hversu Sveinn konungur launar þér dýrið. Og kann það vera
að þú sért gæfumaður.""Því heiti eg þér," sagði Auðun.Hann fer nú síðan suður með landi og í Vík austur og þá til
Danmerkur og er þá uppi hver peningur fjárins og verður hann
þá biðja matar bæði fyrir sig og fyrir dýrið.Hann kemur á fund ármanns Sveins konungs þess er Áki hét og
bað hann vista nakkvarra bæði fyrir sig og fyrir dýrið."Eg ætla," segir hann, "að gefa Sveini konungi dýrið."Áki lést selja mundu honum vistir ef hann vildi.Auðun kveðst ekki til hafa fyrir að gefa "en eg vildi þó,"
segir hann, "að þetta kæmist til leiðar að eg mætti dýrið
færa konungi.""Eg mun fá þér vistir sem þið þurfið til konungs fundar en
þar í móti vil eg eiga hálft dýrið og máttu á það líta að
dýrið mun deyja fyrir þér þars þið þurfið vistir miklar en fé
sé farið og er búið við að þú hafir þá ekki dýrsins."Og er hann lítur á þetta sýnist honum nokkuð eftir sem
ármaðurinn mælti fyrir honum og sættast þeir á þetta að hann
selur Áka hálft dýrið og skal konungur síðan meta allt saman.
Skulu þeir fara báðir nú á fund konungs. Og svo gera þeir,
fara nú báðir á fund konungs og stóðu fyrir borðinu.Konungur íhugaði hver þessi maður mundi vera er hann kenndi
eigi og mælti síðan til Auðunar: "Hver ertu?" segir hann.Hann svarar: "Eg em íslenskur maður herra," segir hann, "og
kominn nú utan af Grænlandi og nú af Noregi og ætlaði eg að
færa yður bjarndýr þetta. Keypti eg það með allri eigu minni
og nú er þó á orðið mikið fyrir mér, eg á nú hálft eitt
dýrið" og segir síðan konungi hversu farið hafði með þeim Áka
ármanni hans.Konungur mælti: "Er það satt Áki er hann segir?""Satt er það," segir hann.Konungur mælti: "Og þótti þér það til liggja þar sem eg setti
þig mikinn mann að hefta það eða tálma er maður gerðist til
að færa mér gersemi og gaf fyrir alla eign og sá það Haraldur
konungur að ráði að láta hann fara í friði og er hann vor
óvinur? Hygg þú að þá hve sannlegt það var þinnar handar og
það væri maklegt að þú værir drepinn. En eg mun nú eigi það
gera en braut skaltu fara þegar úr landinu og koma aldregi
aftur síðan mér í augsýn. En þér Auðun kann eg slíka þökk sem
þú gefir mér allt dýrið og ver hér með mér."Það þekkist hann og er með Sveini konungi um hríð.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.